10 sinnum fleiri taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en VG

KristjánogSteingrímur

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fékk 199 atkvæði í fyrsta sæti í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í sama kjördæmi fékk 2.223 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri síðastliðinn laugardag.

Kristján Þór er því liðlega 11-sinnum „stærri” en Steingrímur Jóhann í því sem kannað hefur verið höfuðvígi Vinstri grænna.

Alls kusu 261 í forvali VG í desember sem mun hafa staðið í eina viku. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur lögðu 2.714 flokksmenn leið sína á kjörstað eða tíu sinnum fleiri en greiddu atkvæði hjá VG. Þátttaka í forvali VG var 36% en um 62% hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þetta fann ég á www.t24.is, vef Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna nýtur greinilega lítils fylgis í kjördæmi sínu, raunar eins og flokkur hans allur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband