Alþingi skipi rannsóknarnefnd um Icesave

Icesave kostn

Almenningur hlýtur að vera hugsi út af endalokum Icesave málsins. Víst er að margir kunna að vera fegnir að málinu sé lokið, hins vegar er það svo að leiði getur aldrei verið rök fyrir afstöðu í neinu máli. Vandinn hverfur ekki þó maður reyni að gleyma honum eða sleppa því að leysa hann.

Leiðinn 

Ég man að fjölmargir, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og fólk sem tjáði sig um Icesave samningana vildi ganga til samninga vegna þess að málið væri útrætt, ekkert væri frekar hægt að segja um það. Hins vegar voru þeir til sem tóku á annan hátt á umræðunni, gáfu sig ekki og vildu leiða málið til lykta á þann hátt sem þjóðinni væri fyrir bestu, ekki að létta leiðanum af þeim sem nenna ekki að hugsa. Fólkinu sem leiðist stjórnmálin. 

Milljarðarnir 

Morgunblaðið hefur verið óþreytandi í baráttunni gegn Icesave og á miklar þakkir skildar fyrir. Í góðri fréttaskýringu Harðar Ægissonar í blaðinu í dag er að finna myndina sem hér fylgir með. Hún þarfnast ekki skýringa. Jafnvel samningurinn sem kenndur er við lögmanninn Buchheit hefði kostað þjóðina 64 milljarða króna.

Sökin 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í fjölmiðlum í gær að við ættum ekki að leita sökudólga í Icesave-málinu. Það getur vel verið rétt. Lítum hins vegar á hvað mistökin í málinu hefðu getað kostað þjóðina. Gengið var hvað eftir annað gegn þjóðinni. Hún þurfti að hafa fyrir því að hafna samningum í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslum og ríkisstjórnin baðst ekki einu sinni lausnar. Hún kunni ekki að skammast sín og ganga frá eftir að þjóðin löðrungaði hana.

Landsdómur 

Þjóðin stóð saman gegn Alþingi og ríkisstjórn og hún hafði rétt fyrir sér. Sigurður Kári Kristjánsson, sem var alþingismaður í nokkur ár, vildi láta rannsaka Icesave málið frá upphafi til enda. Ég er fyllilega sammála honum. Þetta þarf að gera rétt eins og gert var með ákærurnar á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Ríkisstjórn sem fær tvisvar afsvar frá þjóðinni á að segja af sér. Þegar svo kemur í ljós að sú stefna sem þjóðin tók var rétt ber ríkisstjórninni að segja af sér.

En nei, hún gerir það ekki. Hún kann ekki að skammast sín, hún biðst ekki einu sinni afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband