Alţingi skipi rannsóknarnefnd um Icesave

Icesave kostn

Almenningur hlýtur ađ vera hugsi út af endalokum Icesave málsins. Víst er ađ margir kunna ađ vera fegnir ađ málinu sé lokiđ, hins vegar er ţađ svo ađ leiđi getur aldrei veriđ rök fyrir afstöđu í neinu máli. Vandinn hverfur ekki ţó mađur reyni ađ gleyma honum eđa sleppa ţví ađ leysa hann.

Leiđinn 

Ég man ađ fjölmargir, fjölmiđlamenn, stjórnmálamenn og fólk sem tjáđi sig um Icesave samningana vildi ganga til samninga vegna ţess ađ máliđ vćri útrćtt, ekkert vćri frekar hćgt ađ segja um ţađ. Hins vegar voru ţeir til sem tóku á annan hátt á umrćđunni, gáfu sig ekki og vildu leiđa máliđ til lykta á ţann hátt sem ţjóđinni vćri fyrir bestu, ekki ađ létta leiđanum af ţeim sem nenna ekki ađ hugsa. Fólkinu sem leiđist stjórnmálin. 

Milljarđarnir 

Morgunblađiđ hefur veriđ óţreytandi í baráttunni gegn Icesave og á miklar ţakkir skildar fyrir. Í góđri fréttaskýringu Harđar Ćgissonar í blađinu í dag er ađ finna myndina sem hér fylgir međ. Hún ţarfnast ekki skýringa. Jafnvel samningurinn sem kenndur er viđ lögmanninn Buchheit hefđi kostađ ţjóđina 64 milljarđa króna.

Sökin 

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra og formađur Samfylkingarinnar sagđi í fjölmiđlum í gćr ađ viđ ćttum ekki ađ leita sökudólga í Icesave-málinu. Ţađ getur vel veriđ rétt. Lítum hins vegar á hvađ mistökin í málinu hefđu getađ kostađ ţjóđina. Gengiđ var hvađ eftir annađ gegn ţjóđinni. Hún ţurfti ađ hafa fyrir ţví ađ hafna samningum í tvígang í ţjóđaratkvćđagreiđslum og ríkisstjórnin bađst ekki einu sinni lausnar. Hún kunni ekki ađ skammast sín og ganga frá eftir ađ ţjóđin löđrungađi hana.

Landsdómur 

Ţjóđin stóđ saman gegn Alţingi og ríkisstjórn og hún hafđi rétt fyrir sér. Sigurđur Kári Kristjánsson, sem var alţingismađur í nokkur ár, vildi láta rannsaka Icesave máliđ frá upphafi til enda. Ég er fyllilega sammála honum. Ţetta ţarf ađ gera rétt eins og gert var međ ákćrurnar á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsćtisráđherra.

Ríkisstjórn sem fćr tvisvar afsvar frá ţjóđinni á ađ segja af sér. Ţegar svo kemur í ljós ađ sú stefna sem ţjóđin tók var rétt ber ríkisstjórninni ađ segja af sér.

En nei, hún gerir ţađ ekki. Hún kann ekki ađ skammast sín, hún biđst ekki einu sinni afsökunar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband