Nú má ekki benda á sökudólga
28.1.2013 | 22:37
Í máli Alþingis gegn Geir fyrir Landsdómi var honum í einum ákæruliðnum gefið að sök að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri að því að færa Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag.
Það er kaldhæðnislegt að þeir, sem stóðu að þeirri ákæru eða komu í veg fyrir að hún yrði afturkölluð, eru núna að tala um að nú eigi ekki að benda á sökudólga. Þetta fólk benti á mig sem sökudólg, en Landsdómur hafnaði því eins og öllum þeim atriðum sem sneru beint að bankahruninu. Þannig að ég gef nú ekki mikið fyrir þessi orð, segir Geir.
Þetta segir Geir H. Haarde í viðtali við mbl.is í kvöld. Hann hefur rétt fyrir sér og bendir á orð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, sem sagði fyrr í dag að ekki skuli leitað sökudólga. Líklega liggur henni svo mikið á að fara í veisluna til Össurar.
Í Kastljósi í kvöld lét Steingrímur J. Sigfússon að því liggja að með Svavarssamningnum hafi fyrst kom fram sú hugmynd að þrotabú Landsbankans stæði undir greiðslum vegna Icesave. Geir segir um þetta:
Þrotabúið er mjög öflugt og getur staðið undir þessum greiðslum og meira til. Þessu gerðu menn sér grein fyrir árið 2008. Þannig að það er algjör óskammfeilni að halda því fram, eins og sumir eru að gera nú; að sú hugmynd að láta þrotabúið borga þetta hafi fyrst komið fram með samningunum vorið 2009.
Er það ekki alltaf þrotabú fyrirtækja sem stendur undir skuldum, forgangsskuldum sem öðrum? Ætti að að vera eitthvað öðru vísi með banka?
Vildi fara með málið fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að sjálfsögðu á ekki að veita bönkum sérmeðferð frekar en öðrum einkareknum fyrirtækjum. Það segir sig sjálft.
En varðandi Geir, þá er auðvitað búið að dæma hann. Hinsvegar hefði þessi milliríkjadeila aldrei komið upp nema vegna þess að honum og samstarfsmönnum tókst ekki að koma þessu í útibú, sem er einmitt meðal þess sem var til álita í landsdómi.
Þar sem dómur er fallinn sem segir að íslenska ríkinu var aldrei skylt að ábyrjast þetta, þá myndi ég telja að sá hluti landsdómsmálsins muni engu máli skipta þegar upp er staðið.
Þetta er ekki Geir till varnar sérstaklega heldur aðeins til þess að gæta sannmælis.
Til hamingju með sigurinn í Icesave málinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2013 kl. 23:09
Þess má geta að Jóhanna talar þarna á sömu nótum og hún gerði þegar hún greiddi atkvæði um Landsdómsákæruna á þingi og var á móti því að ákæra Geir.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2013 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.