Ríkisstjórnin er sökudólgurinn, ábyrgðin er hennar
28.1.2013 | 12:51
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, biðst vægðar. Ekki leita sökudólga, segir hún, og allt fas hennar bendir síst af öllu til að hún sé sökudólgur. Hún er sigurvegari og hefur steingleymt Icesave samningunum. Tvívegis var hún gerð afturreka með samninga, tvívegis hafnaði þjóðin forsjá forsætisráðherrans og félaga hennar.
Nú þykist Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon, aðalráðherra, geta staðið frammi fyrir þjóð sinni og messaði yfir henni um samstöðu.
Nei, hvorugt þeirra á nokkur hlut í þeirri niðurstöðu sem nú er fengin fyrir EFTA dómstólnum. Þjóðin sigraði og hún þakkar það forseta lýðveldisins.
Ekki skal heldur gleyma manninum sem allir réðust á fyrir orð hans í Kastljósi ríkisstjónvarpsins. Þar sagði Davíð Oddsson að þjóðin ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Í ljósi þessa reis þjóðin upp undir forystu fjölmargra góðra manna meðal annars í In Defence hópnum.
Þrotabú Landsbankans borgar skuldir sína svo langt sem fé þess dugar. Skattfé þjóðarinnar verðu ekki notað eins og ríkisstjórnin vildi.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hún er sökudólgurinn hvað svo sem Jóhanna og Steingrímur segja.
Eigum ekki að leita sökudólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað vill hún ekki leita sökudólga, en henni var ekkert slíkt í munni þegar Geir Haarde var dreginn fyrir landsdóm. Ég tel að þessi brot stjórnarinnar séu alvarlegri en þau sem Geir átti að hafa gert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:05
Sammála en munum, kæra vinkona, hverjir sökudólgarnir eru og höldum þeim við efnið.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.1.2013 kl. 13:07
Já því þarf að halda til streitu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:15
Nuverandi ríkisstórn henti ekki Icesave pakkanum framan i þjóðina. Það var sjálfstæðisflokkurinn þegar hann einkavinavæddi Landsbankann og gaf flokkshollum glæpamönnum bankan. Rétt að hafa það hugfast fyrir þá sem vilja leita sökudólga - en við hin hljótum að gleðjast í dag.
Óskar, 28.1.2013 kl. 13:25
Ágætiu Óskar. Þetta er einfaldlega rangt hjá þér og raunar óskiljanlegt að þú skulir hlusta gagnrýnislaust á áróðurinn án þess að afla þér upplýsinga. Lestu greinargerð Ríkisendurskoðanda vegna sölu Landsbankans. Ég hef margoft skrifað um hana og þú færð hana á vef Ríkisendurskoðunar. Eftir að þú hefur lesið hana geturðu rökrætt um sölu Landsbankans og jafnvel um gildi greinargerðarinnar.
Og hverjir eru „við hin“? Þeir sem voru sammála Icesave?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.1.2013 kl. 13:31
Merkilegt er að Neyðarlögin standast hverja raun,þó þau væru sett í mikilli tímapressu. Það var gæfa okkar að hafa menn sem kunnu sitt fag þegar bankarnir fóru á hliðina.
Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2013 kl. 13:33
Ragnar, ef til vill er það ekki svo undarlegt. Margt gott fólk kom að þessu og grunnurinn var lagður hljóðlega talsvert áður en bankarnir hrundu. En vissulega hafa menn kunna sitt fag.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.1.2013 kl. 13:35
Sigurður alþjóð veit að stjórnarflokkar þeirra tíma, sjallar og framsókn skiptu á milli sín bönkunum. Það besta var að flokkshollu gæpamennirnir borguðu ekki einu sinni klinkið sem þeir fengu Landsbankann á! Svo var hann rekinn af Kjartani Gunnars og fleiri eðalsjöllum sem fannst Icesave brilliant hugmynd. Það þarf ekki að lesa neina skýrslu um þetta, þetta veit öll þjóðin Sigurður. Icesava var af þessum snillingum talin "TÆR SNILLD", Þ.E. þar til allt sprakk framan í þessa aula. - Árni matt hóf svo að semja við BogH um vexti og skriffaði undir minnisblað um 7,25% vexti og byrja að borga strax! Meiraðsegja Svavarssamningurinn var hátíð miðað við þessi ósköp sjallanna- og ekki gleyma að eðalsjallinn Baldur fangi var sendur út á vegum Árna Matt!! - Eftir að þjóðin sagði Nei þá tók við gríðarleg vinna hjá ríkisstjórninni við að undirbúa málaferlin og ekki er að sjá annað en að sú vinna hafi skilað sér fullkomlega - launin og það sem hún fær framan í sig í dag er FULLKOMIÐ VANÞAKKLÆTI Sigurður!
Óskar, 28.1.2013 kl. 13:39
Óskar, þetta er eflaust allt rétt hjá þér en rökin vantar, því miður.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.1.2013 kl. 13:42
Það er bara verið að benda á að hefði ekki komið til undirskriftir og neitun forsetans í tvígang, hefði þetta mál aldrei komist svona langt, það hefði einfaldlega verið borgað það sem upp var sett og landi sennilega rúllað yfir. Þetta með vanþakklætið er því algjörlega úr lausu lofti gripið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:49
ÓRG skrifaði undir Svavarssamninginn, en þegar Indefence o.fl. mættu með undirskriftalista sá hann hvernig vindurinn blés og sá sér leik á borði að leirétta mannorðið sem var í ræsinu eftir útrásina. Hann var aðeins að bjarga eigin skinni.
Vilhjálmur Eyþórsson, 28.1.2013 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.