Gegn slöppu frumvarpi um náttúruvernd
25.1.2013 | 16:29
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp um náttúruvernd, þingskjal 537. Ég hef talsverða Útivistarfélög
mótmæla frumvarpinu á þeim forsendum að lögin hefti för almennings um íslenska náttúru og skerði aðgengi til útivistar á Íslandi. Við skorum því á þingmenn að samþykkja ekki frumvarpið óbreytt. Þessu er ég sammála og tek undir fjölmargar athugasemdir.reynslu í ferðalögum um landið og nýt þeirra. Frá upphafi hefur landsmönnum verið heimil för um landið og það er grundvallarréttur enda er í náttúruverndarlögum tryggður réttur gangandi fólks um landið, þó með ákveðnum skilyrðum. Hignað til hef ég verið sáttur en ég leggst algjörlega gegn þessu frumvarpi. Það er með ólíkindum vitlaust.
Samtök Útivistarfélaga segja:
Mörg aðildarfélög Samút [Samtök útivistarfélaga] skiluðu inn athugasemdum við drögum að frumvarpi til náttúruverndarlaga Skemmst er frá því að segja að lítið sem ekkert tillit var tekið til innsendra athugasemda. Flest félaganna gagnrýndu jafnframt að lítið og ómarkvisst samráð var haft við undirbúning Hvítbókar sem er grunnurinn að drögunum um frumvarp til náttúruverndarlaganna.
Í raun er frumvarpið ein hrákasmíði. Það er illa samið, aragrúi af hugsanavillum og stundum er sem svo að höfundar frumvarpsins hafi aldrei komið út fyrir malbikið. Í 20. greininni segir meðal annars:
Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt fóður fyrir hross sín.
Hvar má skilja eftir sorp eða úrgang?
Í 18. grein frumvarpsins segir:
Skylt er að gæta fyllsta hreinlætis og skilja ekki eftir sorp eða úrgang á áningarstað eða tjaldstað.
Þetta er undarlegt. Má ef til vill skilja sorp eða úrgang eftir annars staðar en á þessum tilteknum stöðum? Er kannski nóg að fara einn kílómetra í burtu og henda ruslinu? Hér hefði verið betra að orða þetta þannig að ferðamaðurinn skuli flytja rusl með sér og aðeins leyfilegt sé að henda því þar sem móttaka er fyrir hendi.
Svo er það spurningin um úrgang. Er kannski ekki lengur leyfilegt að skíta á fjöllum? Þarf göngumaðurinn að flytja kúkinn með sér til byggða? Afsakið orðbragðið, en hér þarf að skýra orðið úrgangur ... Merki það sem ég held, er ég viss um að lögin verða að þessu leyti gagnslaus, nema að sérstakir eftirlitsmenn verði ráðnir til að leita uppi lögbrjóta. Kann ekki við að geta upp á því hvað svona eftirlitsmenn gætu verið kallaðir ... en með sönnu má reikna með því að skilyrði fyrir ráðningu þeirra sé skítlegt eðli.
Banna má umferð gangandi um óræktað land
Nú bregður hins vegar svo við að í 19. grein áðurnefnds frumvarps getur landeigandi bannað för um land ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess eða verndunar. Með þessu þarf ekki að vera raunveruleg þörf á lokun vegna nýtingar eða verndunar. Honum er þetta í sjálfsvald sett, kannski til að rukka inn.
Er sápa bönnuð eða ekki?
Í 21. grein segir meðal annars:
Einnig er öllum heimilt að nota vötn til sunds og baða þar sem landeiganda er meinlaust en forðast skal að setja sápuefni í vatnið.
Hvers vegna á að forðast að setja sápu í vatnið? Er hún hættuleg fyrir umhverfið? Sé svo þá þarf einfaldlega að banna sápunotkun. En sápur eru ekki allar eins. Til eru umhverfisvænar sápur. Á að forðast að setja þær út í vatn?
Tjald eða tjald
Öllum á óvörum er komin óskilgreind tegund af tveimur tjöldum, annars vegar viðlegutjaldi og hins vegar göngutjaldi. Í 22. grein kemur fram að tjalda má hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur .... Ekki veit ég hvað hefðbundið viðlegutjald er.
Lengi átti ég North Face kúlutjald, sérlega gott tjald, notaði það í tuttugu ár. Það ekki beinlínis hefðbundið en kosturinn var sá að það var ekki þyngra en svo að ég gat gengið með það til dæmis um allar Hornstrandir. Sem sagt þetta var óhefðbundið göngutjald utan alfararleiðar. Oft tjaldaði ég því ekki langt frá bílnum mínum. Þá hefur það líklega kallast óhefðbundið viðlegutjald við alfaraleið.
Ef ég myndi fara í verslun og biðja um hefðbundið viðlegutjald yrði líklega hlegið að mér. Að minnsta kosti þyrfti ég að útlista nánar hvað ég á við.
Og svo segir í þessari alræmdu 22. grein:
Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
Hingað til hef ég tjaldað í öllum landshlutum, utan og við alfaraleið. Aldrei nokkurn tímann hef ég haft nokkra þörf fyrir lögfræðilega þekkingu í þessum ferðalögum, ekki einu sinni það sem ég lærði í gamla daga þegar ég dvaldi í tvö ári í lagadeild HÍ. Mér hefur dugað sú vitneskja að fólki sé frjálst að ferðast um landið. Nú þarf maður líklega að vera með pungapróf í lögfræði til að geta rölt um landið.
Mótmæli
Ég get gert ótal athugasemdir við frumvarpi en ég nenni hreinlega ekki þessum skriftum. Pistillinn er orðinn allt of langur Svo margt vitlaust er í því, ekki síst skilgreiningarnar sem oft vantar algjörlega. Það er eitt að þessi ríkisstjórn skuli vilja takmarka virkjanir og stóriðju en að hún skuli leggjast svona blygðunarlaust gegn umferð fólks um landið er ótrúlegt.
Hér eru í hnotskurn athugasemdir Samtaka útivistarfélaga um frumvarpið. Ég tek fyllilega undir þau:
- Útivistarhópum er ítrekað mismunað eftir ferðamáta.
- Ekkert er tekið tillit til hópa eins og fatlaðra, aldraðra né fólks með ung börn sem ekki geta heilsu sinnar vegna farið um hálendið fótgangandi. Bent skal á að veðurfar á hálendinu er óútreiknanlegt.
- Einnig er ráðherra falið óhóflegt vald til banna og boða eftir eigin geðþótta. Benda má á að í drögunum er honum meðal annars heimilað að banna umferð ákveðinna hópa m.a. vegna þess að þeir geti valdið öðrum óþægindum án þess að það sé skilgreint frekar hvað teljist óþægindi.
- Eins vantar skilgreiningar á fjölmörgum hugtökum og skilgreining annarra er óljós.
- Almennt er frumvarpið hroðvirknislega unnin og margir þættir frumvarpsins eru óframkvæmanlegir. Því er strax ljóst að ekki er möguleiki á að framfylgja lögunum verði þau staðfest óbreytt.
- Markmið laganna er göfugt, einkum a., b. og c. liður 1. greinar. Mætti ætla að þessi grein tryggði öllum almenningi jafnan rétt til umferðar um landið óháð ferðamáta eða líkamlegum burðum. Þó er ljóst að öðrum greinum dragana að þessi markmið eru ekki höfð að leiðarljósi og greinin því marklaus
- Um einstakar greinar frumvarpsins vísum við í innsendar athugasemdir félagana sem fylgja með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Athugasemdir
Þau ertu alveg stórkostlega þroskandi þessi lög sem sett eru til að brjóta.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.1.2013 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.