Auðvelda þarf göngu- og hjólreiðafólki för

Betri gönguleiðir eru stóra krafa almennings á sveitarfélög sín, ekki síst á Reykjavíkurborg. Margt hefur verið gert gott en þó er kerfi gönguleiða handahófskennt og víðast göngufólk berskjaldað fyrir umferðinni. Það er einfaldlega ekki nóg að búa til göngu- og hjólaleið með útjaðri borgarinnar eða ströndinni. Mjög brýnt er að búa til gönguleiðir sem teygja sig innan hverfa og út úr þeim.

Undanfarnar vikur hef ég ekki aðeins gengi um borgina heldur líka tekið gamla hjólið fram og ferðast á því um borgina. Reynsla mín er almennt góð en hins vegar má miklu betur gera. Bíllinn má svo sem hafa þann forgang sem hann hefur en það eru ýmsar aðferðir til að auðvelda gangandi og hjólandi fólki ferðir þeirra. Það má gera með brúm yfir helstu umferðaræða og ekki síður göng. Gleymum því ekki að það getur verið betra fyrir alla að setja umferðina í stokk eða göng, t.d. Miklubraut frá Snorrabraut og upp að Kringlumýrarbraut.

Grundvallaratriðið fyrir göngu- og hjólreiðafólk er að komast greiðlega áfram, án mikilla tafa. Lýsing skiptir einnig miklu máli, hún er víða léleg. Um leið verða allar fyrirstöður ógreinilegar og hálkublettir sjást ekki fyrr en eftir á. Þess vegna er afar slæmt ef fólk leiðist út í það að þurfa að ganga eða hjóla á götum, það býður slysunum heim. 


mbl.is Vilja betri gönguleiðir í Hlíðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæll Sigurður, 

Gaman að sjá pennar sem ég hef séð efni eftir áður skrifa um bætt aðgengi til hjólreiða.  Ég er sammála þér í næstum öllu. Það veltur kannski á skilgreiningu á því að hjóla á götum. Átt þú við líka að það sé hættulegt að hjóla á íbúðargötu, kannski botnlangi þar sem hámarkshraði er 30 km/klst ? 

Í fyrramálið eru tveir hópar sem fara út að hjóla, og þú ert velkominn að mæta, til að hjóla saman og spjalla.  Þátttaka er gjaldfrjáls.  Einn hópurinn er á vegum Landssamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni, annar á  vegum Útivistar. Sjá :

* http://www.lhm.is/lhm/frettir/822-hjolaferdir-hlemmi-2012
* http://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/hjolaferdir/vidburdur/668/hjolad-a-hofudborgarsvaedinu

Í sá fyrri er hjólað eitthvað um rólegar götur. Við upplífum okkur aldrei í hættu, því við erum ekki á umferðarþungum götum og umferðin er fremur róleg á laugardags"morgnum". 

Bestu kveðjur,

Morten

Morten Lange, 25.1.2013 kl. 18:32

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka vinsamlega athugasemd, Morten. Ég viðurkenni að ég er drulluhræddur við stóru umferðargöturnar sem ég þarf að fara yfir. Margir stoppa fyrir manni á beygjum af stóru götunum, en sjaldnast treystir maður neinum. Mér finnst erfitt að mæta fólki, margir sinna ekki hægri rétti. Það er vont að koma aftan að gangandi vegfarendum, þeir eiga það til að fara ti vinstri er þeir heyra í manni. Verst er eiginlega að mæta dökkklæddu fólki, það sést bara ekki. Jú, hætturnar eru margar þegar maður þarf að sinna erindum og notar hjólið til þess.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.1.2013 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband