Óli Björn leggur fram verkefnalistalista ríkisstjórnar
24.1.2013 | 10:09
Utan þingmanna þegja flestir frambjóðendur á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins, líklega eru þeir að bíða eftir línunni frá landsfundinum sem haldin verður í lok næsta mánaðar. Sá eini sem er að er Óli Björn Kárason, varaþingmaður og frambjóðandi í SV kjördæmi. Hann hefur skoðanir, berst fyrir þeim og skrifar góðar greinar í dagblöð og birtist í umræðuþáttum. Fleiri mættu að ósekju taka hann sér til fyrirmyndar.
Óli Björn ritar grein í Morgunblaðið í morgun og leggur persónulega fram drög að verkefnalista fyrir nýja ríkisstjórn. Hann gerir það sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins á að gera, setja fram skýrt afmarkaðar tillögur:
Verkefnin eru fjölmörg og ekki hægt að gera hér tæmandi grein fyrir þeim. Það má þó gera ákveðin drög að verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar:
- Rammaáætlun endurskoðuð og breytt til samræmis við tillögur sérfræðinefndar um nýtingu vatnsafls og jarðjarma.
- Auðlegðarskatturinn afnuminn.
- Gerðir langtíma nýtingasamningar um fiskveiðiauðlindir.
- Fjögurra ára áætlun um lækkun tekjuskatts fyrirtækja og einstaklinga. Þrepaskipting tekjuskatts afnumin. Tvísköttun arðgreiðslna afnumin og fjármagnstekjuskattur lækkaður í áföngum.
- Tryggingagjald lækkað samhliða auknum fjárfestingum. Gjaldið verði ekki hærra en 5,34% í árslok 2014.
- Afnám gjaldeyrishafta í ákveðnum skrefum á 12-18 mánuðum. Lífeyrissjóðir fái strax heimild til erlendra fjárfestinga fyrir a.m.k. 30% af árlegu ráðstöfunarfé.
- Áætlun um sölu ríkiseigna samhliða yfirlýsingu um að allar tekjur af sölu þeirra renni til að greiða niður skuldir.
- Fjármálaregla um útgjöld ríkisins innleidd þannig að útgjöldin verði ekki hærri en sem nemur ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu.
Sagt er að það sé betra að gera vitleysu en gera ekki neitt. Þá má alltaf leiðrétta en aðgerðarleysið eitt og sér stendur með öllum göllum sínum.
Í ljósi þessa verður forvitnilegt að fylgjast með Óla Birni Kárasyni og baráttu hans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hvort hann nái að hvetja aðra frambjóðendur flokksins til dáða. Það gengur auðvitað ekki að ná einungis því takmarki að hreykja sér á lista og gera svo ekki neitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Samt alveg merkilegt að í þessari upptalningu í verkefnalista Óla Björns, er ekki vikið einu orði að því hvernig Sjálfsstæðisflokkurinn ætla að ganga fram í ESB málum og standa þannig við stefnu flokksins.
Ætlar flokkurinn kannski ekki að standa við marg ítrekaða og yfirlýsta stefnu sína í þeim málum ?
Eða ætlar hann í ESB málinu að verða svona svikaflokkur eins og VG og svíkja stefnu sína og kjósendur !
Þessi þögn, veit ekki á gott !
Ég vona sannarlega að gegnheilir og traustir ESB andstæðingar eins og þú beitir þér af alefli í málunum á komandi Landsfundi flokksins !
Gunnlaugur I., 24.1.2013 kl. 10:52
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var þetta samþykkt: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þetta er enn stefna flokksins og ég hef enga trú á að henni verði breytt. Óli Björn er harður andstæðingur inngöngu í ESB. Hins vegar var þetta ekki efni greinar hans heldur hið efnahagslega vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Á því vildi ég vekja athygli.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.1.2013 kl. 10:59
Núverandi ríkisstjórn sveikst um að gera það sem þurfti. Hún gerði allt annað og varð okkur svo óhagkvæm að það er allt eftir sem gera þurfti þá hún tók við.
Ný stjórn þarf því ekki að eiða svo miklu afi í kjánaskap, en hún þarf að gera það sem ekki var gert og reyna að lagfæra það sem skemmt var og vinna jafnframt að því sem nútímin krefst. Við stöndum því á byrjunarreit eftir hrun, með axarskaftasmíði Jógrímu á herðinnum.
Þó að stundum megi satt kyrrt liggja, þá er sá sem þykist vilja þjóð sinni gagn, en þorir ekki að segja, einfaldlega bara undirförul heigull. Eða með hverju vinna menn á alþyngi ef ekki orðum. Það er ekki seinna vænna en þegar í framboð er komið að menn opinberi skoðanir sínar og æfi síg í að taka við gagnrýni.
Væntanlegir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að gefa skírt í ljós hver afstaða þeirra er til mála fyrir landsfund og þökk sé þeim sem það gera. Því að ef svo gerist ekki, þá verður þetta bara grautur án trausts.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.1.2013 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.