Söguleg mistök vinstri manna endurtaka sig

Þannig er nú staðan, í sögulegu tilliti, að vinstri menn hafa aldrei átt meirihluta á Alþingi í fullt kjörtímabil. Ugglaust tórir ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms til vors en það breytir því ekki að hún hefur ekki meirihluta á þingi. 

Þetta má hafa til um stjórnvisku og glöggskyggni þeirra skötuhjúa að þau hafa hrakið frá sér stuðningsmenn sína, flokkar þeirra klofnað og margklofnað. Þannig fór sem sé með samvinnu vinstri manna á Alþingi Íslendinga.  

Hitt skulum við hafa í huga hvers vegna svona fór.

  1. Aðildarumsóknin að ESB
  2. Skuldastaða heimilanna
  3. Skattaáþján almennings
  4. Atvinnuleysið
  5. Landsflóttinn
  6. Árásin á atvinnulífið
  7. Bankarnir sem gefnir voru hrægammasjóðunum
  8. Óheiðarleikinn, t.d. störfin í pípunum, launahækkun forstjóra Landspítalans ofl.
Og svona má lengi telja. Von er að Jón Bjarnason gerist þreyttur. Hann hefur þó ekki sagt sig úr Vinstri grænum, aðeins þingflokknum.

 


mbl.is Jón úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband