Höldum vöku okkar gegn ESB

„Þeir“ ætla að reyna að breyta umræðugrundvellinum, fela ESB, koma með ný og umdeild mál sem geri það að verkum að almenningur gleymi fullveldinu og öllu því sem örþjóðina skipti. Og til hvers? Jú, svo „þeir“ eigi einhverja möguleika á endurkjöri.

Dæmi um þetta er klámherferð Ögmundar Jónassonar sem svo sem er góðra gjalda verð þó hann segi á heimasíðu sinni í dag: 

Margir verða nú til þess að taka upp hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn. Flestir gera það undir formerkjum tjáningarfrelsis. 

Þetta er alveg stórmerkileg nálgun hjá manninum, þeir sem áhyggjur hafa af tjáningarfrelsinu séu í hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn. Svona málflutningur er hreinlega til skammar fyrir Ögmund og fyrir aðra er þetta dæmi um blekkingarleik sem Ögmundur og fleiri eru þekktir fyrir. Hræra í orðum og gera fólki upp skoðanir í stað þess að rökræða. En þrátt fyrir þessa umræðu megum við ekki gleyma ESB umsókninni.

Stjórnarsinnar ætla sér að nota stjórnarskrármálið til að breyta umræðugrundvellinum fyrir kosningar. Leggja á megináherslu á að troða málinu í gegnum þingið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nefnir átján fræðimenn á vef sínum. Allir hafa þeir gert athugasemdir við frumvarpið sem stjórnlagaráð samdi og lagt hefur verið fyrir Alþingi. Einar segir:

Engar líkur eru á að nokkurt tillit verði tekið til athugasemda þessa fólks. Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis virðist ætla að sniðganga sjónarmið þeirra og fara sínu fram. Það er greinilega ætlunin að skeyta hvorki um skömm né heiður.

 Það er gróflega dapurlegt að forysta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að sniðganga viðvörunarorð okkar helstu sérfræðinga um hugmyndir að nýrri stjórnarskrá.

Forystufólk nefndarinnar, þær stöllur Valgerður Bjarnadóttir og Álfheiður Ingadóttir, vinna eftir kjörorðinu „Vér einir vitum“. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart.

 Þetta er vel skrifað hjá Einari en þrátt fyrir það megum við ekki gleyma ESB málinu.

Í gær var eftirfarandi birt á vefnum Vinstri vaktin gegn ESB:

Sá sem hér heldur á penna í þetta skiptið hér á Vinstri vaktinni telur að hin gömlu gildi "vinstri" og "hægri" verði einfaldlega að setja til hliðar nú um stund á meðan að þessu ófyrirleitna og lymskulega umsátri stendur um sjálfsstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin þarf með öllum ráðum að verjast þessum úrtölu- og niðurrifs öflum sem engu eira í áróðurs lygaþvælu sinni við að koma þjóðinni með góðu eða illu undir Brussel valdið. Við getum ekki grátið hörmuleg örlög VG endalaust við þurfum að bíta á jaxlinn og safna liði fram til sóknar. 

Nauðsynlegt er að andstæðingar ESB aðildar haldi nú vöku sinni og láti ekki villa um fyrir sér þegar stjórnarflokkarnir tveir reyna að breyta umræðunni og fela ESB aðlögunina fyrir kjósendum og beina athyglinni að miklu veigaminni málum. Því hvað er eiginlega mikilvægara en fullveldi þjóðarinnar?

Munum svo að ríkisstjórnin hefur sótt um aðild landsins að ESB og þess vegna er núna verið að breyta stjórnskipulag, lög og reglur þjóðarinnar svo þetta samrýmist því sem sambandið hefur samþykkt. Við stöndum ekki í samningaviðræðum við ESB, verið er að aðlaga, gera okkur að nýlendu. Og í lokin verður ekki um neina samninga að ræða. Þá er staðan einfaldlega þannig að við getum gengið inn í ESB og hurðin skellur í lás að baki okkar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband