Tafs og tafir hjá Vegagerðinni

Verði mistök á Landspítalanum svo sjúklingur beri sannarleg skaða af þá ber spítalinn ábyrgð. Sama er með aðrar ríkisstofnanir og þar er Vegagerð ríkisins engin undantekning. Vegir landsins eiga að vera í lagi og til þess er þessi ríkisstofnun að hanna og sjá til að vegirnir þoli þá umferð sem mælt er með. 

Ég þekki þjóðvegi landsins nokkuð vel. Hvergi hefur ég þó orðið var við blæðingar á slitlagi vega nema á Holtavörðuheiði og í Húnavatnssýslum en þó aðeins að sumarlagi. Stundum hefur bíllinn hjá manni verið flekkóttur eftir tjöruna og þurft á mikilli hreinsun að halda. Nú bregður svo við að vegirnir eru hreinlega ónýtir á köflum, sérstaklega þar sem slitlagið hefur verið lagfært á síðustu tveimur árum.

Auðvitað ber Vegagerðin ábyrgð. Bíleigendur eiga að gera kröfu til tryggingafélaga sinna og þau væntanlega á Vegagerðina. Hvort henni takist svo að koma ábyrgðinni yfir á einhverja aumingjans verktaka er svo allt annað mál.

Hins vegar er viðhorf Vegagerðarinnar ákaflega stofnanalegt. Allt málið virðist koma henni á óvart og fæstir þar skilja neitt í neinu nema að kenna lífdísel um. Væri um að ræða einkafyrirtæki sætu fjölmiðlar hreinlega um það og stjórnendur myndu aldrei komast upp með tafs og tafir eins og þeir hjá Vegagerðinni. 


mbl.is Kögglar í Hvalfjarðargöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband