Ögmundur breytir um skoðun

Þann 16. júlí 2009 greiddi Ögmundur Jónasson atkvæði gegn því að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Íslandi skyldi óska eftir aðild að Evrópusambandinu. Hann kom í veg fyrir að „hinn eiginlegi valdhafi“ yrði spurður álits. Nú tæpum fjórum árum síðar vill Ögmundur þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað spyrjum við þjóðina álits,“ skrifar innanríkisráðherra í Morgunblaðið þegar stutt er til kosninga og aðildarviðræðurnar í ógöngum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lögðu fram eftirfarandi breytingtillögu við þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Tillagan var felld með 32 atkvæðum en 30 þingmenn studdu hana. Ögmundur Jónasson var andvígur tillögunni líkt og átta aðrir þingmenn VG.

Af vef Óla Björns Kárasonar, www.t24.is. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já samkvæmt Atla Gíslasyni var ekki hægt að spyrja þjóðina, vegna þess að Icesavesamningurinn hékk á spýtunni.  Stjórnin þurfti að samþykkja Icesave svo tekið yrði við umsókninni.  Þess vegna lá líka svo mikið á að samþykkja Icesave.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband