Má ekki ræða um ESB?

Þetta er raunsætt mat á stöðunni. Ég hef í raun engu að bæta við það sem fram kom í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ég er sammála því sem þar kemur fram, að það eigi ekki að fara að blanda viðræðunum sem slíkum inn í kosningabaráttuna. Þetta er raunsætt mat. Því miður næst ekki að ljúka þessu fyrir kosningar eins og til stóð. Þetta eru eðlileg viðbrögð við þeirri stöðu, að mínu mati.

Allt í einu vill þingmaður vinstri grænna ekki blanda saman aðlögunarviðræðunum við ESB inn í kosningabaráttuna ...? Hvers konar bull er þetta hjá Álfheiði Ingadóttur, þingmanni VG og formanni þingflokks.

Ríkisstjórnin situr einfaldlega uppi með að hafa sótt um aðildina og hún þarf að svara fyrir það í næstu kosningum. Það skiptir ekki einu einasta máli hvort viðræðurnar við ESB eru í hægagangi eða ekki, það er ekki hefur hefur aldrei verið umræðuefnið. Málið er aðildarumsóknin og hún verður rædd í þaula fyrir kosningarnar og eitt er kristaltært. Vinstri grænir munu ekki koma vel út úr þeirri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Þjóðin kýs í vor og er þá í eiginlegu dómarasæti. Að einn þeirra sem hljóta mun dóm þjóðarinnar þá skuli segja í fjölmiðlum; En við ákveðum að fram að kosningum verður bannað að ræða öll svikamál og undirferli sem við höfum stundað í stjórnarsetu.

Þessi krafa stjórnarinnar og Álfheiður sýnir best hvaða vald þau telja sig hafa. En við búum ekki í einræðisríki og þjóðin vill einmitt ræða hvað mest það sem Álfheiði hugnast síst að rætt sé.

Sólbjörg, 15.1.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband