Heimskautafarinn má safna fé, ekki kirkjan ...

Sumir hafa atvinnu af því að snúa hlutunum á hvolf, segja að við þurfum að hugsa út fyrir rammann. Aðrir misskilja þetta og halda að allt eigi að vera á hvolfi, það sé hin eina og sanna náttúruregla. Svo eru þeir til sem eru ekki betur af guði gerðir en að þeir halda að stundum sé eðlilegt að upp sé niður.

Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar stundum beitta pistla í blað sitt. Það gerir hann í morgun. Umfjöllunarefni hans er viljayfirlýsing biskupsins yfir Íslandi að safna eigi fyrir tækjakaupum á Landspítalanum og gagnrýni stjórnmálamanna á þessa fyrirætlan, þeirra sem sá allt því til foráttu að kirkjan safni. Þeir eru hreinlega á hvolfi út af þessu.

Hann segir svo eftirminnilega í pistlinum:

Síðustu vikur hefur þjóðin fylgst með hetjulegri framgöngu ungrar konu, Vilborgar Önnu Gissurardóttur, sem arkar á ísnum og verður komin á núllpunkt suðurpólsins eftir nokkra daga, ef vel gengur. 

Og takið eftir; tilgangur Vilborgar með ferðinni er öðrum þræði sá að safna áheitum fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, en þar á bæ þarf úr mörgu bæta. Því hljóta stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega og vera samkvæmir sjálfum sér, að gagnrýna hinn háskalega heimskautaleiðangur og tilganginn sem fyrir Vilborgu vakir.

Nema því aðeins að þeir - eins og víðsýnt fólk gerir almennt - viðurkenni að jafnan einu má gilda hvaðan gott kemur; það er frá kirkjunni eða úr öðrum ranni eftir atvikum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband