Þyrnirós svaf í heila öld - líka Katla

M#21FC60Mikil eru þau vonbrigði valinkunnra sem teljast vera spámannlega vaxnir sem og okkar hinna sem hlustum með athygli á allar spárnar. Mýrdalsjökull er alls ekkert að fara að gjósa. Katla er sofandi hefur hefur nær sofið jafnlengi og Þyrnirós. Og bráðum verður sungið um Kötlu eins og hina fögru Þyrnirós.

Þetta gengur auðvitað ekki og ég hef sent inn formlega kvörtun til hins draumspaka manns sem hér hefur oft verið vitnað til í þessum pistlum. Ekki stendur steinn yfir steini í spádómum hans. Í raun ætti landið að loga í eldgosum en þess í stað eru kjörin öll svo kyrr að með ólíkindum þykir.

Jafnvel elstu menn muna ekki annað eins.

En svo heyrist hvíslað svo undurlágt að vart heyrist: Er þetta ekki bara lognið fyrir storminn. Og milli hrauns og húðar hríslast kaldur straumur (eins og orðtakavillti maður sagði). Ef til vill á maður bara að flytjast til útlandsins, svona í öryggisskyni.

Eða hvað? 


mbl.is Skjálftavirkni með minnsta móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, flestir fræðimenn myndu setja spurningarmerki við þess fullyrðingu þína um að Katla hafi sofið í hátt í heila öld.  Almennt ganga menn út frá því að gosið hafi í Kötlu árið 1955 og sumir jafnvel líka 1999.

Marinó G. Njálsson, 8.1.2013 kl. 00:16

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lélegt grín verður en lakara þegar gerðar eru athugasemdir.

Ég man að nokkru eftir gosið í Vestmannaeyjum birtust fréttir í fjölmiðlum um að Katla fengi hugsanlega „útrás“ eftir öðrum leiðum vegna þess að svo geti verið að Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökull væru öll meira eða minna samtengd kerfi. Þetta skilst mér að séu orðin viðtekin sannindi.

Þann 5. september í fyrra birti ég pistil (http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1256204/) um mikla vatnavexti í Fremri Emstruá og Þröngá sem ég varð vitni að um 3. ágúst 1995. Ég hef aldrei séð þessar tvær ár svo gruggugar og skítalykt af þeim báðum svo ég og ferðafélagar mínir freistuðumst til að álykta sem svo að eitthvað væri að gerast undir Mýrdalsjökli. En hvað veit ég?

Mér finnst einnig athyglisverð þau orð Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings, að árafjöldi hafi lítið sem lítið spádómsgildi um eldgos. Sextíu ár eða áttatíu á milli gosa er enginn fasti.

Hitt vekur alltaf undrun mína hversu margir eru tilbúnir að spá fyrir um um gos í Kötlu. Einhvern tímann hlýtur einhver að giska á sirka réttan dag eða dálítið nálægt honum. Þá er það eins og í gamla daga að rétt svar segir lítið til um þekkingu viðkomandi heldur hvernig hann komst að niðurstöðunni. Sá draumspaki sem ég vitna til hefur eiginlega ekkert annað fyrir sér en ruglingslega drauma. Það er líklega jafn gott og handayfirlagning í læknisfræði.

Þetta allt saman segi ég nú bara til að ég virki sennilegur, svo aðrir haldi að ég hafi eitthvað vit á því sem ég veit ekkert um.

Engu að síður, bestu þakkir yfir innlitið, kæri Marinó. Alltaf ánægjulegt þegar þú kíkir við. Mundi ekkert eftir þessu frá 1955. Þarf að fletta upp á því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.1.2013 kl. 00:43

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ari Trausti talar um það í sinni bók Eldgos.

Marinó G. Njálsson, 8.1.2013 kl. 01:22

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hversu oft hefur Katla þá gosið í gegnum aldirnar ef öll gos undir jökli sem ná ekki yfirborði væru tekin með?

Persónulega finnst mér að viðmiðið fyrir gos í Kötlu sé að gosið nái upp úr jökli enda er yfirborð jökulsins hverju sinni í raun yfirborð landsins.

Katla gæti því sofið í 100 ár en rumskað þess á milli.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband