Loksins, loksins skipulag fyrir Heiðmörk

Heiðmörk er perla, alltof lítið notuð. Ég hef oft farið þangað og gengið um en raunar oftar farið til að stunda hlaup. Hitti þar marga hlaupara og jafnvel kemur fyrir að maður rekst á fólk sem æfir sig á hjólum. Það er bara gaman. Hitt er verra að rekast á hestamenn á göngustígum. Það er eflaust jafnslæmt og að hitta á mann á mótorhjóli sem gerist þó afar sjaldan.

Göngustígar eru ekki fyrir hesta. Þetta tvennt getur aldrei farið saman, að minnst kosti ekki í Heiðmörk. Hestarnir eyðileggja göngustíga, róta þeim upp og gera vonda til göngu. Þeir skreppa ekki afsíðis þegar þeim er mál heldur skíta feimnislaust þar sem þeir eru, hvort heldur gangandi eða hlaupandi. Margir skemmtilegir og þröngir göngustígar liðast um Heiðmörk. Þar er afar ógeðfellt að mæta hrossi og eflaust er það enn v erra fyrir greyið dýrið að mæta sveittum hlaupara. Hlýtur að kalla á áfallahjálp fyrir það.

Heiðmörkin hefur margt þurft að þola og sérstaklega lélegt viðhald á vegum. Held að það væri ein mesta bót í umhverfismálum ef vegir þar væru malbikaðir.

Ég hef áður skrifað um Heimörk. Í fyrrasumar var auglýst deiliskipulagstillaga um svæðið en þó ég leitaði á vefum Reykjavíkurborgar fann ég ekkert um deiliskipulagið. Líklega segir það meira um mig en borgina. Ég tók mið þá til og bjó til lista yfir það sem þarf að gera í Heimörk. hann er svona

  • Malbika vegi svo notendur þessarar stórkostlegu útivistarparadísar þurfi ekki að nýta hana í rykmekki. 
  • Sett verði upp fleiri borð og bekkir
  • Göngustígar verði endurbættir
  • Göngustígum verði fjölgað
  • Kortaskilti verði bætt og þeim fjölgað
  • Settir verði upp vegprestar með vegalengdum milli staða
  • Komið verði upp góðri aðstöðu fyrir veiðimenn
  • Brúin við Helluvatn verði endurnýjuð
  • Salernisaðstaðan verði stórbætt
  • Vatnspóstar verði settir upp á gönguleiðum

Kannski er einhver von með nýja deiliskipulaginu. Ég ætla alla vega að reyna að finna það og lesa. 


mbl.is Allir vegir í Heiðmörk malbikaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband