Rukkar ESB fyrir alþjóðleg fjármálafyrirtæki?

Stefna ESB að „bjarga evrunni“ og að bankar mega ekki fara í gjaldþrot hefur eyðilagt ríki Suður-Evrópu og splundrað sambandinu. Búið er að flytja skuldir einkafjármálafyrirtækja yfir á aðildarríkin í svo stórum stíl, að ýmsir telja það samsvara kostnaði einnar heimsstyrjaldar. Samt sem áður hafa vopnuð átök ekki átt sér stað, a.m.k. ekki enn.
 
Friðarsambandi í rukkunarhlutverki fyrir alþjóðlega fjárglæframenn hefur þegar tekist að valda aðildarríkjunum öllu þessu tjóni með evruna og lýðræðishallann að vopni. Þessi efnahagsstyrjöld, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, skapar í raun forsendur þjóðfélagslegra óeirða og vopnaðra átaka.
 
Gústaf Adolf Skúlason ritar jafnan góðar greinar í Morgunblaðið og ofangreind tilvitnun er frá því í dag. Hann fjallar um lýðræðisskortinn í Evrópu og þann vanda sem hann hefur skapað. Bendir á að afstaða ráðamanna í Brussel er á þann veg að bjarga skuli bönkum og kostnaðurinn falli á almenning.
 
Danski Evrópuþingmaðurinn Morten Messerschmidt sagði við áramót að ESB tæmdi Danmörku af lýðræðiskrafti sínum:
Ekki síðan á tímum Rómarríkis hafa jafn mikil völd verið í höndum jafn fárra eins og málum er nú háttað í Brussel... Við erum undirlögð því, sem ég vil kalla »borgaralegt valdarán«. Ekki árás með ofbeldi og ofurveldi eins og sagan hefur áður sýnt okkur. Heldur valdarán, sem framkvæmt er með sáttmálum undirskrifuðum með pennum kjörinna fulltrúa okkar. 

Taka má undir áhyggjur Gústafs því hann segir: 

Ásetningur ESB að »bjarga evrunni« hefur breytt Evrópusambandinu í innheimtudeild fyrir Alþjóðastofnun fjármálafyrirtækja, IIF (Institute of International Finance).

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband