Friðarins maður fer með ófriði

Björn Valur Gíslason, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna og burtrekinn formaður þingflokksins, er friðarins maður þó hann eigi það til að slæma rithönd sinni til náungans. Hann er á móti Nató nema þegar þurfti að flæma Gaddafí frá völdum í Líbíu. Hann er svo friðsamur að á nær fjórum árum í ríkisstjórnarmeirihluta hefur hann enn ekki krafist úrsagnar Íslands úr Nató.

Eitt sinn voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, og Björn Valur Gíslason, fráfarandi, í sama flokki. Miklu vatni hefur verið migið í saltan sjó síðan það var. Nú má sá síðarnefndi ekki heyra á þann fyrrnefnda minnst án þess að skipta skapi. Ástæðan er einföld, hann er ekki sammála forsetanum. Þar með er friðurinn úti hjá Birni, hann getur ekki setið á sér enda er forsetinn bjáni ...

Það er auðvitað afar slæmt að forsetinn skuli hafa svo mikið að segja um geð Björns Vals að dagurinn verði hreinlega ónýtur taki sá fyrrnefndi til máls. Ekki nóg með það. Birni Val líður illa ef Davíð Oddsson tjáir sig opinberlega. Sama er með Hannes Hólmstein, Bjarna Ben, Illuga Gunnarsson, Guðlaug Þór og marga fleiri vonda menn. Friðarins maður hefur ekki gott af því að hlusta á andstæðar skoðanir, það æsir ófriðinn upp í honum.

Lækningin er líklega fólgin í því að Björn hverfi af þingi og helst að hann verði í þokkalegri einangrun í svona eitt kjörtímabil. Þá má vera von til að hann verði sá friðarins maður sem hann þráir.


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má eflaust senda hann til sjós, þangað til kjafturinn á honum stoppar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 16:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sjómenn sendu hann í land með sömu rökum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.1.2013 kl. 16:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér líður oft mjög illa þegar Björn Valur talar opinberlega.

Fæ velgju og grænar bólur um allan líkamann.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2013 kl. 17:46

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þá er líkt á komið með þér og honum því hann fær sömu líkamlegu einkennin þegar Ólafur Ragnar talar. Aftur á móti má skemmta sér afskaplega vel yfir Birni Val, svona eins og þegar sirkustrúðarnir bregða á leik.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.1.2013 kl. 17:51

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björn Valur segir það sem aðrir hugsa, en þora ekki að segja. Ég er ekki sammála honum, en skil að vissu marki hvernig hann hegðar sér. Honum hreinlega ofbýður líklega leikaraskapurinn, eða er það ekki rétt skilið hjá mér?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2013 kl. 23:59

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Anna Sigríður skrifaði það sem ég var að hugsa.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.1.2013 kl. 00:15

7 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Anna og Anna,

If there are many with the same mentality as Björn Valur then it is a sad commentary on their state of mind. 

Suzanne Kay Sigurðsson, 6.1.2013 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband