Kjósendur hafa ítrekað hafnað Kristni H. Gunnarssyni
5.1.2013 | 16:22
Ég held það sé afar gott fyrir stjórnmálin í landinu að Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi gengið til liðs við annan flokk. Kristinn hefur komið víða við og hefur reynslu af flestum flokkum og hefur jafnvel stofnað flokk sjálfur.
Kjósendur ættu því að kannast við hann og vita fyrir hvað hann stendur. Það hefur hingað til dugað til að halda Kristni utan þings en hvort framtíð hans sé bjartari nú á eftir að koma í ljós. Ef til vill er Dögun eins og Björt framtíð að verða einhvers konar flóttamannabúðir, ekki aðeins fyrir jafnaðarmenn, heldur líka fyrir fólk úr öðrum flokkum. Sem sagt að fjórflokkurinn sér jafnvel fram á endurnýjaða lífdaga í öðrum flokkum, sameindirnar raðast þar saman. Gamalt vín á gömlu belgjum.
Hef heyrt að Þráinn Bertelsson og Þór Saari hafi tekið vel í framboð á vegum Dögunar. Þá verður nú fyrst reglulega gaman þegar þeir mæta Kristni á gleðitorginu. Ef til vill munu kjósendur geta sameinast um að halda þessum mönnum utan þings næsta kjörtímabils.
Kristinn er genginn í Dögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.