Ef ég fæ ekki annan bjór er ég farinn ...
4.1.2013 | 15:06
Hótanir duga oft skammt. Skiptir engu þótt Birgidda Bardó (skrifað á forníslenska mátann) hóti eða einhver annar. Flestir myndu segja, æ blessuð farðu bara, þú þarna Birgidda ...
Kunningi minn einn lenti fyrir mörgum árum í því veseni að fá slæma þjónustu á bar í Reykjavík. Hafði hann þó fengið nokkur vel útilátin bjórglös er gerðu hann hundrakkann og djarfan. Þriðja glasið sem hann fékk fannst honum óhreint. Hann tuðaði um stund við barborðið og heimtaði annan bjór í hreinu glasi.
Nú, þar sem mikið var að gera, komust þessar kröfur ekki á leiðarenda eða að vertinn mátti ekki vera að því að skenkja honum nýtt glas.
Um síðir fannst þessum kunningja mínum nóg komið og færði sig út að dyrum. Þar stóð hann áberandi og sagði svo hátt og snjallt. Ef ég fæ ekki annan bjór er ég farinn ...
Engar undirtektir fékk hann, Sumir litu að vísu upp, einstaka sagðist líka vilja annan bjór og einhver hvatti hann til að fara.
Sárt er að fá engar undirtektir þegar maður hótar á svo afdrifaríkan hátt. Hann átti því um tvo kosti að velja og valdi þann skásta, það er að gleyma kröfunni, feta sig síðan hægt og rólega að bjórglasinu óhreina og halda áfram að sötra úr því.
Bjargið fílunum, annars fer ég til Rússlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.