Þegar sjónvarpið bilaði töluðu þau bara saman, en ...
1.1.2013 | 18:27
Gott fólk sem ég þekki hafði verið gift í tuttugu ár. Þá gerðist það einn kaldan vetrardag, gott ef ekki snjóaði pínulítið, að sjónvarpið bilaði. Þetta var gamalt túbusjónvarp, 29 tommu af Filibs gerð. Þau hjónin hlógu af þessu og veltu því fyrir sér að kaupa í staðinn flatskjá.
En eigum við ekki að sjá til hvort við getum ekki verið sjónvarpslaus? spurði eiginmaðurinn. Hún var alveg til í það. Og þau héldu nú að sjónvarpið skipti engu máli fyrir nútímafólk, en ...
- Á fyrsta kvöldinu eftir að sjónvarpið bilaði töluðu þau saman.
- Á öðru kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði, töluðu þau enn saman.
- Á þriðja kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði, töluðu þau lítillega saman og lásu bækur
- Á fjórða kvöldi eftir að sjóvarpið bilaði, lásu þau bækur.
- Á fimmta kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði fóru þau í heimsókn og lásu síðan eftir að hafa komið heim.
- Á sjötta kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði fóru þau í heimsókn og síðan snemma í rúmmið.
- Á sjöunda kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði fór hún í heimsókn og hann las bók.
- Á áttunda kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði fór hann í heimsókn en hún varð eftir heima.
- Á níunda kvöldi kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði fóru þau bæði í heimsókn, sitt í hvoru lagi.
- Á tíunda kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði kom hann ekki heim eftir kvöldheimsóknina hún tók ekki eftir því fyrr en daginn eftir.
- Á ellefta kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði kom hann seint og um síðir fullur heim og hún flutti heim til mömmu sinnar.
- Á tólfta kvöldi eftir að sjónvarpið bilaði kom hann ekki heim og hún var ennþá hjá mömmu sinni.
- Mánuði eftir að sjónvarpið bilaði var íbúðin sett á sölu, hann var enn fullur og hún hafði kynnst nágranna mömmu sinnar sem bjó einn.
- Hálfu ári eftir að sjónvarpið bilaði voru þau skilin, hann kominn í annað skipti á vog og hún hafði hætt með nágranna mömmu sinnar og byrjað með bílasalanum sem var að selja Pólóinn sem hún og eiginmaðurinn höfðu átt.
- Tveimur árum eftir að sjónvarpið bilaði eru bæði komin aftur í hjónaband og á heimilum þeirra eru stórir flatskjáir og einnig sjónvarp í svefnherbergjunum.
Niðurstaða þessarar sárgrætilegu örsögu er að án sjónvarps fer heimilislífið fer í hundana.
Horfðu saman á sjónvarp í myrkrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.