VG er í eðli sínu stjórnarandstöðuflokkur

Vinstri hreyfingin grænt framboð er óhefðbundinn stjórnmálaflokkur. Hann er fyrst og fremst stjórnarandstöðuflokkur, hefur hvorki getu né vilja til að vera í stjórn. Þetta sést best á því að hann óx og dafnaði eftir því sem hann formælti ríkjandi stjórnvöldum meir og meir. Þá gerast þau ólíkindi að flokkurinn þarf að mynda ríkisstjórn og það með hrunflokknum Samfylkingunni. 

Síðan hefur allt farið á verri veg. Hann svíkur helstu kosningaloforðin, kjósendur hans hrökklast frá honum og síðast en ekki síst hrökklast þingmennirnir í burtu. Þingmenn flokksins eru nú þessir:

 

  • Álfheiður Ingadóttir
  • Árni Þór Sigurðsson 
  • Björn Valur Gíslason 
  • Jón Bjarnason, órólega deildin
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir
  • Ólafur Þór Gunnarsson
  • Steingrímur J. Sigfússon
  • Svandís Svavarsdóttir
  • Þráinn Bertelsson 
  • Þuríður Backman
  • Ögmundur Jónasson, órólega deildin

 

Hins vegar hafa þessir horfið á braut:

  • Atli Gíslason, úrsögn vegna ágreinings
  • Ásmundur Einar Daðason, úrsögn vegna ágreinings
  • Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hætti vegna ágreinings
  • Lilja Mósesdóttir, úrsögn vegna ágreinings.
Ljóst er að þingmennirnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, eru einir eftir í órólegu deild VG. Eftir eru þá átta þingmenn sem fylgja foringja sínum út yfir gröf og dauða. Þeirri göngu líkur með kosningunum næsta vor. Eftir það fær flokkurinn sitt gamla og „góða“ yfirbragð.

 


mbl.is Guðfríður Lilja hættir um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband