Stjórnandi CNN kallar viðmælanda heimskan

Mikið hefur verið rætt um morðárásina barnaskólanum í Newton í Connecticut. Rakst í morgun á viðtal Piers Morgans, hins enska þáttastjórnanda hjá CNN, við Larry Pratt hjá Gun Owners of America sem birtist rétt fyrir jól.

Flestir hljóta að vera á þeirri skoðun að það er engin lausn að fjölga skotvopnum til að verjast vitskertu fólki sem af einhverjum ástæðum telur sig þurfa að myrða aðra á leið sinni yfir móðuna miklu. Um þetta ræddu þeir af miklum móð í sjónvarpsþættinum sem eiginlega var lítið annað en hávaði og leiðindi, engin röksemdafærsla af neinu viti. Báðir gripu framm í fyrir hinum og Piers Morgan kallaði viðmælanda sinn heimskan.

Svona þættir eiga að geta verið mjög áhugaverðir og skemmtilegir fyrir áhorfendur og stundum eru þeir mjög fræðandi hjá Piers Morgan. Ekki þó að þessu sinni. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þáttastjórnandinn hefur skoðun og notar tækifærið til þess eins að berja á viðmælanda sínum. Í senn er það hvort tveggja afar ókurteist og einnig misnotkun á aðstöðu sinni. Síst af öllu er svona upplýsandi fyrir áhorfendur.

Ég er þess fullviss að Piers Morgan hefði getað með einfaldri og hnitmiðaðri röð spurninga gert viðmælanda sinn rökþrota, snúið hann niður hávaðalaust. Þá komum við að þeirri spurningu sem eiginlega er mest knýjandi að fá svar í þessu sambandi. Er það hlutverk fjölmiðils að koma höggi á viðmælanda sinn? Munum að hér er aðeins verið að tala um viðræðuþátt, ekki fréttaflutning.

Sumir kunna að segja að svo geti verið í vissum tilvikum, til dæmis að sýna fram á tvískinnung og heimsku vopnaeigenda. Jafnvel finnst sumum þetta eiga alveg eins við þegar viðtöl eru tekin við dæmda glæpamenn.

Aðrir segja þetta varhugaverðan braut sem fjölmiðlar séu sumir hverjir að feta sig inn á. Þá koma alltaf upp ótal álitamál um efni og efnistök. Málin eru ekki alltaf svo borðliggjandi sem sumir halda. Það sem einum finnst mikið réttlætismál telur annar lítils virði. 

Álit mitt er að það kunni aldrei góðri lukku að stýra ef þáttarstjórnandi taki afstöðu í þætti sínum. Hann á að sjálfsögðu alltaf að vera gagnrýninn á viðmælanda sinn, vera „the devil's advocate“ svo maður brúki nú útlensku til að vera sennilegur. Framar öllu finnst mér þó að hann eigi að vera kurteis af þeirri einföldu ástæðu að fæstir vilja vera viðmælendur froðufellandi stjórnanda sem á það til að kalla menn heimska.

Svo er það hitt sem fæstir nefna og það eru leikir. Við erum líklega flest þannig innrætt að enn höfum við „yndi“ af opinberri hýðingu. Að minnsta kosti verð ég að viðurkenna að ég hafði í aðra röndina dálítið gaman af þessum þætti ... og er nú áreiðanlega kominn í hring í röksemdafærslu minni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála þessu í meginatriðum. En er ekki karlasninn bara nautheimskur?! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2012 kl. 16:46

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Puhu í hring já, en þetta með góða viðtalsþætti og orðin skömmtunarvara og ekki má gleyma hverjir eru eigendur stóru stöðvanna sem við svo gjarnan horfum á til að fá sanna mynd af heimsfréttum og ekki "RUV kastljós" fréttir. Góðir þættir þar sem hlustendum er gefinn kostur á að mynda sér sína eigin skoðun á efninu eru þeir bestu.

Eyjólfur Jónsson, 26.12.2012 kl. 16:48

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Piers Morgan er ekki bandarískur ríkisborgari, en er með innflytjandaleifi. Ef að Piers Morgan er ekki sáttur við The Second Amendment to The Constitution of the United States of America, þá ætti hann að íhuga að fara heim til Bretlands.

Það er verið að safna undirskriftum um að reka Piers Morgan heim til Bretlands fyrir að niðurlægja The Second Amendment. Síðast þegar ég skoðaði þessa áskorunar undirskriftasöfnun þá var hún komin í yfir 44 þúsund undirskriftir og reglan er að Forsetinn verður að svara áskorunum sem eru með yfir 25 þúsund undirskriftir.

Þessi undirskriftasöfnun er hægt að finna á vefsíðum Hvíta Húsins undir partitions to the President of the United States of America ef ég man rétt, fyrir þá sem hafa áhuga á.

En auðvitað verður Piers Morgan ekki sendur til síns heima af því að The First Amendment of the Constitution of United States of America leifir Piers Morgan að niðulægja sitt adopted country eins mikið og honum sýnist.

En ef Piers Morgan er hræddur um líf sitt í henni Ameríku þá á hann bara fara heim til sín í öryggið og friðsældina á Bretlandseyjum.

Ég er sammála þér Sigurður að náttúrulega á Piers Morgan ekki að kalla gest sinn heimskan fábjána, þó svo að gesturinn sé ekki sammála Piers Morgan.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 26.12.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband