Eru örlög Björns Vals eitthvað vandamál?
21.12.2012 | 10:38
í stjórnmálaflokkum eru sumir leiðtogar, aðrir eru fótgönguliðar og enn aðrir eru einfaldlega minnipokamenn. Þeir eru ábyggilega afar fáir. Þeim síðastnefndu gengur alltaf best í meðbyr. Í mótbyr er allt slæmt og í sárindum sínum kenna þeir öðrum um ófarir sínar.
Björn Valur Gíslason, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna, fyrrum formaður þingsflokksins, kvartar sárlega yfir kynjareglu flokksins síns. Það gerði hann ekki fyrir prófkjörið sem hann fór svo hraklega úr.
Svona eftiráséð er afar ómarktækt að kvarta undan prófkjörsreglum. Undir þær gengst hann og fær ekki nægan stuðning. Eftir það eiga menn bara að þegja og bera harm sinn í hljóði. En nei, hann grætur opinberlega, kvartar undan flokknum sínum. Það hafa fleiri gert og út af alvarlegri málum en Björn Valur hefur út á hann að setja.
Þingmenn yfirgefa Vinstri græna vegna svika flokksforystunnar, Björn Valur er einn hinna útvöldu. Almenningur ætlar ekki að kjósa Vinstri græna vegna þess að flokkurinn hefur svikið kosningaloforð sín og ríkisstjórnin sem hann stendur að er slæm.
í ljósi þess að Vinstri grænir eru að leiða Ísland inn í Evrópusambandið verður umkvörtunarefni Björns Vals afar lítið og ómerkilegt. Enginn yfirgefur þó flokkinn vegna þess að kynjakvótareglurnar fóru illa með manninn. Er ekki annars flestum sama þó svona hafi farið?
Gagnrýnir kynjareglu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér er ekki bara sama, ég er mjög ánægður með að losna við hann!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 21.12.2012 kl. 11:05
Örlög Björns Vals eru ekki vandamál Sigurður, þau eru lausn. Lausn fyrir þjóðina, lausn fyrir VG og síðast en ekki síst lausn fyrir Alþingi.
Framundan eru bjartari dagar og vorið verður okkur gott.
Gunnar Heiðarsson, 21.12.2012 kl. 13:15
Sennilega það besta sem fyrir hefur komið !
Björn Valur er falskur og hrærir bara í því sem hann getur grætt á.
Birgir Örn Guðjónsson, 22.12.2012 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.