Kveðja úr hellinum í Esju

DSCN4658b

Menn taka meintum heimsendi misalvarlega. Þeir hjá Danmarks Radio, DR2, eru með niðurtalningu þar til heimsendir verður. Þeir hafa einhvers staðar fengið nákvæman tímasetningu á endalokunum, að minnsta kosti í Danmörku. Nú eru eitthvað um 20 tímar í ragnarökin.

Jæja, feginn er ég að vera ekki í mannabyggð meðan á þessum ósköpum stendur. Á laugardaginn verður líklega allt með nýju sniði. Kveð héðan úr helli jólasveinanna í Kistufelli í Esju.

Meðan ég man, ef einhver sér jólasveina á vergangi, fyrir alla muni biðjið þá um að flýta sér upp í heim. Við Grýla bíðum þar tvö saman. Vona að þeir komi sem fyrst, hrikalegt að vera einn með Grýlu eftir heimsendinn. Þá kemur það í okkar hlut ... nei, ég er sko farinn. 

Myndin er af Kistufelli. Hellirinn sést venjulega ekki svona vel né heldur slóðin að honum. En þar sem margir jólasveinar hafa verið þarna á ferð er hún greinilegri en oftast áður. Myndin var tekin fyrr í dag (gær). 


mbl.is Ragnarökleysan mikla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband