Einföld og skýr skođun Sigurđar Líndals
19.12.2012 | 10:22
Sú tillaga sem nú liggur fyrir er sett fram í ţeirri ímyndun ađ međ lagabókstaf megi breyta ţjóđfélagi. Sú ímyndun verđur einungis til ađ stuđla ađ réttaróvissu sem veldur deilum og sundrungu. Hún er ekki samfélagssáttmáli heldur sundrungarplagg. Ţessar tillögur ber ţví ađ leggja til hliđar í heild.Hins vegar má vinna á grundvelli gildandi stjórnarskrár viđ ađlögun stjórnskipunar landsins eftir ţví sem ţörf knýr hverju sinni og ţá mćlir ekkert gegn ţví ađ skođa hugmyndir í ţeim stjórnarskrártillögum sem fyrir liggja.Stjórnlög ţarf stöđugt ađ endurskođa og ađlaga ađ nýjum ađstćđum, ekki síst á breytingatímum eins og nú, en varast skal snöggar breytingar, hvađ ţá kollsteypur.
Svo segir Sigurđur Líndal, prófessor í lögum, međal annars í viđtali viđ Morgunblađiđ í morgun (feitletranir og greinaskil eru mínar) um stjórnarskrá stjórnlagaráđs. Ég tek heilshugar undir flest ţađ sem hann rćđir um í viđtalinu. Hvernig má eiginlega annađ vera?
Í gamla daga ţótti mér Sigurđur Líndal undarlegur fýr. Ég gerđi tvćr tilraunir til ađ lćra hjá honum almenna lögfrćđi viđ Háskóla Íslands en án árangurs. Mér ţótti hann einfaldlega ţurr og leiđinlegur og náđi engu sambandi viđ hann. Löngu síđar sá ég ađ ástćđan var ekki sú sem ég nefndi heldur fyrst og fremst athyglisskortur hjá mér og gauf viđ allt ađra hluti en ađ ná árangri í lögfrćđi. Sé dálítiđ eftir ţví núna á gamalsaldri.
Eftir ađ ég komst til vits hef ég kunnađ ć betur viđ Sigurđ Líndal, ţótt hann rökfastur og sterkur frćđimađur. Ţessa skođun komst ég á löngu eftir ađ leiđir mínar og Háskóla Íslands skildu. Ekki ţannig ađ skilja ađ ég hafi alltaf veriđ sammála honum. Ég hef ţó dáđst ađ getu hans til ađ leggja málin afar einfalt fram svo hver mađur skilur. Til dćmis ţetta:
Einnig ber ađ nefna 20. greinina ţar sem er kveđiđ á um takmarkanir, ţ.e. ađ ekki megi leysa upp félag međ ráđstöfun stjórnvalds. Af hverju má ekki banna um sinn félag sem hefur ólöglegan tilgang, líkt og kveđiđ er á um í 74. grein núverandi stjórnarskrár? Af hverju ţarf ađ fella ţetta niđur? Glćpasamtök láta nú heldur meira til sín taka en áđur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.