Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Hvað er að gerast á Litla-Hrauni?
17.12.2012 | 20:36
Hvernig getur það verið að maður sem dæmdur hefur verið fyrir stórhættulega líkamsárás skuli geta sloppið út úr fangelsi? Og hvernig má það vera að eftirlit á Litla-Hrauni sé svo lélegt að maðurinn geti einfaldlega labbað út, húkkað sér far og komist hvert á land sem hann vill? Er ekkert eftirlit utan Litla-Hrauns?
Manni verður eiginlega orðfall við svona fréttir.
Hvað er eiginlegar gert fyrir fanga á Litla-Hrauni? Er fangelsisvist í því einu fólgin að halda fólki frá samfélaginu eða fer þar fram einhvers konar betrun? Að óreyndu hefði maður haldið að þar færi fram linnulaus kennsla og mannbætandi áróður í ljósi þeirrar kenningar að hver einstakur eigi þess kost á að bæta sig, fái að koma aftur út í samfélagið sem betri maður, gera aðra tilraun til að lifa heiðarlegu lífi.
Sé þetta ekki raunin hefur fangelsisvist engan tilgang.
![]() |
Konunni komið í öruggt skjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 1647880
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, Sigurður.
Í kjölfarið hefur fórnarlambi fangans verið "komið í öruggt skjól".
Ferðafrelsi fórnarlambsins hefur semsagt verið skert á meðan ofbeldismaðurinn leikur lausum hala.
Þetta dæmi gengur ekki upp. Annað hvort sitja dæmdir ofbeldismenn inni eða ekki. Ef ekki, þá væri nær að vista fórnarlömbin á Hrauninu - öryggisins vegna.
Kolbrún Hilmars, 17.12.2012 kl. 20:57
Það er nú bara þannig nafni, að allir ofbeldismenn og dullusokkar hafa meiri rétt en brotaþolar. Í hvert skipti sem þeir brjóta á einhverjum sakleysingjum, þá eiga þeir allan rétt á mannréttindum og lögfræðiaðstoð frítt, á meðan brotaþoli þarf að kosta allt sitt til að verja sinn rétt. Svo má ekki gleyma ókeypis mennta aðstoð og aðgang að interneti ásamt "helgarfríum" svo þeim finnist ekki að þeim sé refsað. Persónulega finnst mér að þeir sem brjóta af sér, hafi fyrirgert rétti sínum til að teljast til almennra borgara og þau réttindi sem almennum borgurum býðst. Réttindi þeirra eiga aldrei að vera meir en svo, að almenningur þurfi ekki að horfa uppá það, að afplánun sé eins og að taka sér frí í smá tíma glæpaverkum, á dagpeningum í þokkabót, og geta svo valsað um samfélagið vitandi víst að þeirra er rétturinn. Brotaþolar aftur á móti, mega líða fyrir það, að horfa uppá þessa misendismenn gefa þeim löngutöng, vegna réttar þeirra sem þeir öðlast við brotið. Svona er Ísland í dag. Réttur þeirra sem brjóta lög, er hafin yfir þeim sem fyrir þeim verða. Því miður.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.12.2012 kl. 21:24
Hæ, ég hef þá skoðun að þeir sem brjóta lítið af sér eigi að fara í vinnubúðir t.d. verði Raufarhöfn skipulögð fyrir meðferðarstofnun og skuldafangelsi.Þar er mikið af húsnæði
og skemmum sem er hægt að steypa hellur, beita línubala og baka flatkökur muffins og fl. Þeir sem standa sig fá dóminn styttan, En það verður að taka á forhertum glæpamönnum með mikilli festu. Í Noregi er vinnuskylda m.a. er Íslendingur verkstjóri á einu trésmiðjaverkstæði, einfaldlega eru meðferðarúræði fyrir óreglufílk ekki að virka og einnig þarf að taka strax á lillum glæpum, vinnan göfgar manninn.
Bernharð Hjaltalín, 18.12.2012 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.