Draumspakur maður spáir hvítum eða rauðum jólum

Held að þetta geti ábyggilega staðist hjá Páli Bergþórssyni enda mun ábyggilegri maður en sá draumspaki sem ég hef mest samband við. Sá spáir rigningu um jólin hér syðra en snjókomu, rigning eða úrkomulausu veðri annars staðar. Sem sagt slær í og úr eins og hans er vandi.

Sá draumspaki hefur átt erfiðar draumfarir upp á síðkastið. Veraldlegar truflanir eru miklar og því erfitt að greina hvort draumar eigi við um stjórnmálaástandið eða veðrið. Draumaráðningafólki finnst slíkt óskaplega tafsamt að ráða í drauma við slíkar aðstæður. 

Til að mynda er erfitt að átta sig á því hvort snjókarlinn í drauminum með gulrót í stað nefs eigi við hríðaráhlaup að norðan eða einfaldlega að Steingrím J. Sigfússon, atvinnu- og efnahagsráðherra sé hreinlyndur í stjórnmálum og gulrótin sé táknið um ESB aðild sem hann trúir að leysi allan vanda ríkisins.

Þá má nefna að í drauminum grætur kona með stóra hvíta slæðu en á hana sæktu afskaplega ljótar flugur. Hvort það sé tákn um að veturinn verði vætusamur og skal hér ósagt látið en sá draumspaki sagði að hitt gæti einnig komið til álita að hér gréti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem sér eftir að hafa sótt um ESB aðild og grætur. Eða hér felldi fjallkonan tár, tákn íslensku þjóðarinnar, óspillt og saklaus, sem bandaði frá sér aðsókn ESB aðildarríkja sem komast vilja að henni og verpa í hana eggjum sínum og spilla á allan þann mögulega hátt sem þau geta fullveldi þjóðarinnar vegna  smæðar hennar og stærðar landsins svo ekki sé talað um auðlindir þess og framtíðarmöguleika ... 

Þegar þarna var komið sögu hins draumspaka sleit ég símtalinu enda kominn tími á morgunverð. 


mbl.is Páll spáir jólaveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta var merkilegur draunur að ekki sé meira sagt.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.12.2012 kl. 13:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, en sá draumspaki hefur sjaldan staðið undir nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.12.2012 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband