Áhugaleysi fyrir formanni VG er nær algjört

Að hugsa sér að maður sem nýtur persónufylgis 199 einstaklinga skuli hafa mest um það að segja hvernig hin 320.000 eigi að lifa lífinu...

Svona hnyttilega kemst Ómar R. Valdimarsson að orði á Fésbókinni sinni og má alveg taka undir með honum.

Þetta er auðvitað ekki eðlilegt að formaður Vinstri grænna, ráðherra atvinnumála og fyrrverandi fjármálaráðherra og í þokkabót alþingismaður í nærri þrjátíu ár skuli aðeins ná fylgi 199 kjósenda í prófkjöri þar sem 261 kusu.

Pressunni varð það á að segja að hann hefði fengið 76,1% atkvæða í þessu prófkjöri. Formanninum, ráðherranum og alþingismanninum þótti þá við hæfi að senda Pressunni leiðréttingu þess efnis að hann hafi fengið 90,4% atkvæða þar sem 41 atkvæði hafi verið ógild og ekki rétt að reikna þau með.

Þvílíkur sparðatíningur er þetta hjá manninum. Þetta skiptir alls engu.

Gerir maðurinn sér alls enga grein fyrir því að þátttakan í prófkjörinu og staða hans sjálfs er langt fyrir neðan það að vera viðunandi. Áhugaleysi fyrir formanninum, ráðherranum og þingmanninum er því sem næst algjört.

Skiptir hundraðshlutfallið einhverju máli þegar kjörsókn og greidd atkvæði eru svona nálægt því að vera í núlli?

Einhvers staðar hefur manninum orðið á í stjórnun landsins. Fólk er einfaldlega óánægt með hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér margt ágætt Sigurður, þau eru mörg sporin sem gengin hafa verið, en sporin hverfa á okkar veðrasömu jörð , nema þau lendi undir gósku, flóði eða skriðu.  Þessu er aðeins öðruvísi farið á Tunglinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.12.2012 kl. 16:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ójá, en þakka þér innlitin Hrófur minn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2012 kl. 16:44

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er rétt hjá þér - ekkert réttlæti í að menn og konur komist til þings með svona fáa á bak við sig. Ekki gleyma því samt að hann er ekki einn. En ég er með eina spurningu.

Hvað finnst þér um að formaður bændasamtakanna sem fékk 90 atkvæði skuli sennilega komast á þig. Steingrímur var þó með 199 atkvæði.

Rafn Guðmundsson, 16.12.2012 kl. 19:58

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Formaður bændasamtakanna er byrjandi, hefur ekki verið á þingi, ekki ráðherra, ekki formaður þingflokks. Allt önnur mynd en af Steingrími formanni, ráðherra og þingmanni. Neita því ekki að ég hefði viljað sjá prófkjör í Norðvesturkjördæmi en ekki að þröngur hópur innvígðra skáldi upp lista.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2012 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband