Sporrækt á tunglinu eftir 40 ár
16.12.2012 | 14:03
Einu sinni gleymdi ég myndavélinni minni á áningarstað skammt fyrir ofan Sandfell í Öræfum. Ég var ásamt fleium á leið á Hvannadalshnúk. Uppötvaði myndavélarleysið fyrr en ég var kominn talsvert ofar. Þá nennti maður ekki að ganga um þúsund metra niður og sömu vegalengd aftur upp. Fann síðan myndavélina í lok dags er við komum niður eftir vel heppnaða göngu á Hnúkinn.
Held þó að maður þurfi að gæta betur að myndavélinni á tunglinu. Vissara að gleyma henni ekki þar. Aldrei að vita hvers konar lýður á leið þar um.
Þó langt sé um liðið frá því að menn gengu á tunglinu er veðurlag með þeim hætti þarna uppi að enn má sjá sporin eftir geimfaranna.
Efri myndin var tekin í fyrra af lendingarstað Appollo 12 sem lenti á tunglinu 1969 og sporin eftir geimfaranna eru greinileg. Sama á við um lendingarstað Appollo 14 sem er á neðri myndinni.
Leiðangrar á tunglið hafa skilið eftir ýmis konar tæki á tunglinu. Til dæmis þennan jeppa úr farangri Appollo 17. Ég er að leita mér að bíl og frétti að þessi gæti fengist fyrir lítið, en maður þarf víst að sækja hann sjálfur.
Skildi myndavél eftir á tunglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
199kallinn er sennilega búinn að taka þessa myndavél í skatta
Magnús Ágústsson, 16.12.2012 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.