Skattur mafíunnar og ríkisstjórnar

Hann gagnrýnir einnig að þorskígildistonn séu notuð sem stuðull til að leggja skatta á fyrirtæki. Það gangi ekki upp og auki á mismunun milli útgerðarflokka. „Grunnhugmyndafræði um skattlagningu getur að mínu viti aldrei verið önnur en að afkomutengja hana og horfa til þeirrar verðmætamyndunar sem verður til í hverju og einu tilfelli,“ segir Páll.

Ofangreint er úr viðtali við Pál Ingólfsson, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Íslands í Morgunblaðinu í morgun. Hann er ekki einn um þessa skoðun. Þetta er svo einfalt sem mest má verða. Ríkisstjórnin skilur þetta ekki. 

Svona skattlagning getur aldrei blessast í því formi sem ríkisstjórnin heimtar hana. Ekki frekar en skattur sem glæpsamtök leggja á fyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband