Stóllin sýnist auður jafnvel ...

Glöggir áhugamenn um sjónvarpsútsendingar frá Alþingi (það er efni þeirra en ekki útsendingarnar sem slíkar ...) hafa séð að forsætisráðherra er ekki lengur í mynd. Yfirleitt var það þannig að fyrir utan ræðustólinn sást forsætisráðherrann eða stóll hans. Þessu hefur verið breytt og nú sést stóll atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 

Á evropuvaktin.is ritar Björn Bjarnason þessa einstaklega fyndnu lýsingu á aðstæðum. 

Sé þetta ekki skýringin er hana að finna hjá Jóhanni Haukssyni, upplýsingastjóra ríkisins, sem hlýtur að gera kröfu til að hafa sitt að segja um sjónvarpsmyndavél ríkisins. Jóhann hefur sennilega talið heppilegt að beina vélinni frá stól forsætisráðherra vegna þess hve oft hann er auður og sýnist jafnvel vera það þótt einhver sitji í honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband