Tímamót í umræðu um verðtrygginguna

Niðurstaða Elviru Mendes Pindo, dósents í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um að verðtryggingin sé ólögmæt markar tímamót. Í viðtali á bls. 30 í Morgunblaðinu í morgun segir:

Elvira segir verðtryggingu brjóta gegn neytendaverndarlögum með tvennum hætti. Annars vegar sé það tilgreint í neytendalögum að lántaki verði að geta séð hvernig höfuðstóll lánsins muni þróast út lánstímann. Hins vegar megi ekki misbjóða lántaka með því að breyta lánsupphæð eftir á. 

Einfaldari verður niðurstaðan varla sé horft til laganna. Elvira nefni einnig sanngirnisregluna sem ég vil kalla svo og segir í viðtalinu:

Þetta snýst um að neytendur standa uppi með alla áhættu af verðbólgunni sem reiknast á lánin eftir á. Þetta eru í raun okurlán þar sem verðbólgan, sem er háð óvissuþáttum, fellur á neytendur með tvöföldum hætti, bæði í gegnum vexti og verðbætur.

Þó ekki sé talað um annað en efnahagshrunið þá voru lántakar, neytendur, látnir bera allan þungann af stökkbreyttri verðbólgunni. Lánveitendur höfðu allt sitt á þurru og hafa raunar búið við svo góðan kost frá því að verðtrygging launa var afnumin.

Tímamótin felast í því að nú má búast við því að fleiri alþingismenn vakni og skilji alvöru málsins. Spái því að afnám verðtryggingarinnar verði meðal kosningamála og hún afnumin með lögum á næsta ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband