Ljótt og andstyggilegt skipulag
3.12.2012 | 15:28
Meirihluti skipulagsráðs borgarinnar hefur ekki sjálfstæða skoðun á skipulagi borgarinnar. Þrátt fyrir áralangt mal þeirra sem þar sitja er þetta lið ekkert nema stimpilpúði ríkisstjórnarinnar.
Allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna sjá hversu hrikalegt þetta skipulag er. Verið er að gjörbreyta ásýnd Skólavörðuholts og gera það ljótt og ómanneskjulegt. Ótrúlegt að maður þurfi að grípa til svona orða sem ætla mætti að séu úrelt.
Þegar taka skal ákvörðun um skipulag eru nokkur atriði sem þarf að meta.
- Fellur skipulagið inn í umhverfið sem fyrir er? Svar: Nei!
- Eru verður skipulagið til bóta? Svar: Nei!
- Er skipulagið fallegt fyrir borgarbúa? Svar: Nei!
- Mun skipulagið hafa góð áhrif til framtíðar? Svar: Nei!
- Er almenn ánægja með skipulagið? Svar: Nei!
Deildar meiningar um deiliskipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður. Það er alveg óskiljanlegt, að skipulags-lið Reykjavíkurborgar skuli ekki vera skyldugt til að taka ábyrga afstöðu út frá heildarmyndinni, og heildarhagsmunum.
Hver á að borga vísinda-herlegheitin í Reykjavíkurmýrinni? Eiga óhefðbundnar lækningar enga möguleika á Íslandi í framtíðinni?
Hvers konar siðleysis-lyfjamafíu-einokun á að ráða á Íslandi í framtíðinni?
Þarf fólk virkilega að flytja til annarra landa, eða yfir móðuna miklu, ef það vill fá lausn við sínum vísinda-vanþekkingar-óviðurkenndu veikindum?
Talsmenn þessa rán-dýra tæknisjúkrahúss eiga ekki að sleppa við að svara þessum spurningum!
Ég fæ 0.00 kr. úr lífeyrissjóð, þótt ég hafi starfað eftir bestu getu og heilsu allt mitt líf. Samt finnst Vilhjálmi Egilssyni (Gildis-ráns-talsmanni) í lagi að byggja þetta tæknisjúkrahús fyrir lífeyri almennings (t.d. minn lífeyri)?
Hver getur varið svona óréttlæti?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.