Verslunarmannamánuður japanskra jóla

Hef verið með opið útvarp í dag, ríkisútvarp og Bylgjuna og það hellast yfir hlustendur jólalögin rétt eins og jólin séu þegar komin. Og svona verður þetta ábyggilega fram á þrettándann. Ekki verið að fara hægt og rólega í hlutina, jólunum er beinlínis kastað framan í mann rétt eins og þau séu eitthvað til hversdagsbrúks.

Einhvern veginn finnst mér jólin hafa breyst. Orðin svona eins og einhvers konar verslunarmannahelgi eða ætti ég að segja verslunarmannamánuður. Kaupa, kaupa og gömlu jólalögunum er breytt til að þóknast verslunum. Sem sagt japanskt jólaástand. Ekkert hóf á neinu, trúnni kastað en jólasveinunum, jólalögunum og yfirborðsmennskunni tekið fagnandi.

Man einhver út á hvað jólin gagna ...? Kannski skiptir það engu máli úr því sem komið er. Musterið er orðið aðsetur sölumanna og víxlara og þar er allt fjörið. Hver vill missa af því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband