Væntanlegir fallistar bregða á leik ...

Lúðvík Geirssyni, alþingismanni, þykir annt um virðingu Alþingis og þá fyrst og fremst sem að honum snýr. Hann og vildarvinur hans Björn Valur Gíslason, alþingismaður, leyfa sér að bregða á leik í miðri umræðu um fjárlögin. Drukknir þingmenn leyfa sér margt eins og dæmin sanna. Sómi slíkra er lítill og þeir eiga þátt í að virðing Alþingis þverr.

Líkur benda til að Lúðvík og Björn Valur hverfi af þingi. Það er miður. Þeir eiga það skilið að fá að sitja í stjórnarandstöðu og fá að bragða á þeim meðölum sem núverandi stjórnarmeirihluti beitir minnihlutann. Og þó svo að þeir sætu áfram á þingi myndi enginn beita slíku ofríki, það líður undir lok með þessum meirihluta.


mbl.is „Þarf ekkert að kenna mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver segir að þeir hafi verið drukknir ?

Er drykkja það fyrsta sem Sjálfstæðismönnum dettur í hug þegar húmor er annars vegar ?

hilmar jónsson, 1.12.2012 kl. 02:15

2 identicon

... "og þeir eiga þátt í að virðing Alþingis þverr."(!)

Virðing Alþingis meðal þjóðarinnar er engin, Sigurður Sigurðarson - wannabe 6. sætis bílstjóri sjálfspillingarinnar í Reykjavík.

Þú verður að líta í eigin rann til að rannsaka ástæðuna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 03:07

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það versta er að þeir eru allir jafn viðbjóðslegir og mundu selja börnin sín fyrir atkvæði og völd.

Guðmundur Pétursson, 1.12.2012 kl. 04:13

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lestu betur, Hilmar Jónsson, kemur hvergi fram að þeir hafi verið drukknir. Ertu annars a halda því fram að þeir hafi ekki verið í víni ...

Bið fólk að sýna kurteisi, Hilmar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.12.2012 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband