Aftur er Bjarni pólitískt á götunni

Skelfing er hann Bjarni Harðarson, bóksali, umkomulaus eftir að hafa hrökklast úr Framsóknarflokknum yfir í Vinstri hreyfinguna grænt framboð ofl. og svo úr þeim flokki. Hann er nú á götunni, svona pólitískt séð. Líklega kominn á sama stað og hann var á áður en hann varð landsfrægur fyrir ... man ekki hvað.

Svona gerast nú kaupin á hinni pólitísku eyri. Menn veltast hingað og þangað eftir því hvernig straumurinn ber þá nema því aðeins að þeir hafa einhverja skoðun og berjast fyrir henni. Hefur Bjarni einhverjar skoðanir? Er ekki dálítill meiningarmunur á því að vera Framsóknarmaður og Vinstri grænn? 

Hins vegar tek ég ofan fyrir manninum að hafa farið úr VG vegna ESB.


mbl.is Bjarni farinn úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir hafa sannfæringu og láta ekki einhvern klúbb segja sér fyrir verkum.

Sumir trúa bara á Flokkinn sinn.

"Ung var ég gefin Njáli!"

Ertu ekki áreiðanlega í prófkjörsframboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn Sigurður?

Árni Gunnarsson, 29.11.2012 kl. 12:44

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Árni. Það er ég ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2012 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband