Málið eru þrjár fræðandi línur í Mogganum

Fjölmiðlar geta eru almennt upplýsandi en þeir geta líka verið fræðandi. Á þessu tvennu er dálítill munur sem ég ætla þó ekki að fara út í núna að öðru leyti en að benda á Morgunblaðið í fræðilega tillitinu.

Á blaðsíðu þrjátíu og þrjú, móti teiknimyndasögunum, innan um Sudoko, Krossgátu og Orðarugl, er Málið. Þar er tekið á daglegu máli með upplýsandi dæmi um rétt mál. Aldrei meira en þrjár línur. 

Fátt er meira fræðandi en þessi litli dálkur og ég les hann daglega. Í dag er orðið „snurða“ skýrt út. Ég þekkti til orðsins en það er alltaf hollt að hressa upp á þekkingu sína. Þarna segir:

Snurða er hnökri eða „lítill harður samsnúningur á snúnum þræði“. Hafi snurða hlaupið á þráðinn hefur eitthvað orðið til tafar eða vandræða en gangi allt vandræðalaust gengur það snurðulaust. „Snuðra“ á þræði er kannski munntamari en snurða skal það vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband