Borgríki verður til á Skólavörðuholti

Nýr Landspítali verður hrottalegt lýti í byggðinni á Skólavörðuholti. Eiginlega múr eða borgríki í borg. Ótrúleg þessi róttæka breyting sem þarf að verða á öllu. Allt gamalt og gott skal víkja fyrir einhverju sem enginn veit hvað er eða verður.

Landspítalinn virðist geta þanist út á kostnað annarra sjúkrahúsa. Hann á að vera miðlægur og til að hann geti staðið sem slíkur verður að draga úr öllum kostnaði við sjúkrahús í nærliggjandi byggðum sem og á gjörvallri landsbyggðinni. Að öðrum kosti er ekki rekstargrundvöllur fyrir honum.

Vandinn er sá að stjórnvöld hafa ekki beðið neinn hlutlausan aðila að kanna stöðu Landspítalans, skoða hvernig rekstrargrundvelli hans er háttað. Svo afkastamikið er þetta bákn að það stjórnar allri miðlun upplýsinga, ekki nokkur leið er að sannreyna eitt eða neitt sem frá því kemur. Og ekki nóg með það. Þeir örfáu sem að veikum mætti reyna að malda í móinn er mætt af hörku af Landspítalanum og sé málum vísað til velferðaráðuneytisins sitja þar í öllum lykilstöðum fyrrverandi starfsmenn Landspítalans.

Enginn hlustar þegar þeir sem til þekkja halda því fram að við þurfum ekki stærri spítalann en til dæmis Norðmenn telja nægja fyrir mun fjölmennari landshluta. 


mbl.is Deiluskipulagi nýs Landspítala frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um þetta mál gildir það sem Steinn Steinar orti: Það er nefnilega vitlaust gefið.

Ákvörðun var tekin í þröngum hópi fyrir svo löngu að varla er hægt að rekja það lengur, hver tók hana og á hvaða forsendum.

Þess vegna stefnir í það að þarna rísi "skrímsli,",  "víti til varnaðar". Vitnað að öðru leyti í bloggpistil minn í dag og fyrri bloggpistla um þetta mál.

Ómar Ragnarsson, 28.11.2012 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðbrandur Þ Guðbrandsson

Meðal annars hefur verið mikið rætt um aðkomu að þessu nýja sjúkrahúsi og hvernig draga mætti úr notkun eða jafnvel koma í veg fyrir að þangað verði hægt að fara á einkabílum. Þar hefur fyrst og fremst verið rætt um starfsfólkið. Nú er það svo, að spítali er ekki spítali ef engir eru sjúklingarnir. Stór hluti af "viðskiptavinum" sjúkrahússins er fólk, sem er á dagdeildum eða göngudeildum og kemur þarna að morgni og dvelur mismunandi lengi dags. Spítalinn er þannig staðsettur (og verður ef áætlanir ganga fram, sem ég tel einsýnt að þær geri) að flestir þurfa að ferðast um nokkurn veg til að komast á staðinn. Við erum mörg sem þekkjum það á eigin skinni, hversu snúið það getur verið fyrir fólk, sem oft á ekki gott með gang (við erum að tala um sjúklinga ekki satt) að komast nógu nærri inngöngudyrum og svo frá þeim aftur. Ekki hef ég veitt því athygli að sjónarmið og hagsmunir þessa hóps hafi komið við sögu í umræðunni. 

Guðbrandur Þ Guðbrandsson, 29.11.2012 kl. 11:38

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir góðar athugasemdir, Guðbrandur. Mér sýnist á allri umræðunni að sjúklingar eigi að koma á reiðhjólum eða í strætó.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2012 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband