Hlægileg ráðstöfun Vegagerðarinnar

Hvað gerist þegar vegur rofnar? Jú, það er gert við hann. Menn böðlast hins vegar ekki við að taka efni úr öðrum vegi og bera í þann skemmda.

Baldur nefnist ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi til Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Baldur er varaskeifa fyrir Herjólf sem siglir milli lands og Eyja.

Má gera ráð fyrir að ferjan sem gengur milli lands og Hríseyjar sé varaskeifa fyrir Baldur og hraðbáturinn sem siglir yfir í Aðalvík á sumrin sé varaskeifa fyrir Hríseyjarferjuna ...? Hvaða árabátur skyldi koma í staðinn fyrir Aðalvíkurbátinn ...?

Það einfaldlega hlægileg ráðstöfun að kippa Baldri úr áætlun til að redda Eyjamönnum. Allir eru óánægðir með þetta. Vegagerðin kann hins vegar að rökstyðja málið með því að fullyrða að fleiri ferðist milli lands og Eyja heldur en yfir Breiðafjörð.

Af sömu gáfulegu ástæðunni krefst Vegagerðin þess að vegir eru hafðir mjórri eftir því sem lengra dregur frá höfuðborgarsvæðinu. Jú, umferðin er minni fjarri suðvesturhorninu, segir þessi opinbera stofnun. Þá gleymist það hins vegar að bílar mjókka ekki eftir því sem þeim er ekið lengra út á land. Né heldur gerist það að fólk á Vestfjörðum þurfi ekki á Baldri að halda þegar Herjólfur bilar.

Þetta, góðir lesendur, er meðal annars ástæðan fyrir því að opinberir þjónusta verður alltaf lakari en sú sem rekin er af einkaaðilum. Svo má alveg rökræða um það hvort Vegagerðin stendur sig í stykkinu, svona yfirleitt.


mbl.is Fjarveru Baldurs harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Hvernig myndu einkaaðilar leysa þetta afmarkaða vandamál sem nú hefur skapast með bilun Herjólfs betur en ráðamenn Vegagerðarinnar gera nú?

Óli Jón, 27.11.2012 kl. 14:23

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Akkurat eina sem er broslegt við þetta, er þessi pistill.  Það er ekkert athugunar vert við að Baldur þjóni Vestmannaeyjum þegar Herjólfur forfallast.Vestfirðingar komast þjóðveginn sinn no 60 frá Flókalundi suður og til baka, vegagerðin eykur þjónustuna þannig að það ætti  oftast að vera greiðfært á milli.

Þú gleymdir Grímseyjarferjuni, hún myndi leysa Baldur af,

Fyrir þá í 101 sem ekki vita, þá er sér ferja til Hríseyjar og önnur til Grímseyjar

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.11.2012 kl. 11:02

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú gleymir árabátnum ... Og svo væri ekki úr vegi að þú hringdir t.d. í sveitarstjóra á svæðinu og létir þá vita af veginum nr. 60 svo þeir hættu nú að mótmæla þessari ráðstöfun út af tómum misskilningi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.11.2012 kl. 11:08

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég sé reyndar ekkert að því að nota þjóðveg 60 nokkra daga, þótt að vetratíma sé.  Vegagerðin segist auka við þjónustu og hafa veghefil á svæðinu við Hjallaháls,  Við skulum ætla að þeir hálkuverji og skafi vel þessa 3 hálsa sem að bætast við leiðina.

Það verður heldur ekkert annað í boði eftir nokkur ár.  Enda væri hægt að halda úti góðri vetraþjónustu og sinna Flatey líka, fyrir það fjármagn sem sett er í rekstur Baldurs

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.11.2012 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband