Lýðræðið er bara leir, er þa'ki?

Mikið er talað um lýðræði. Margir eru svo uppteknir af hugtakinu að þeir víla ekki fyrir sér að kalla sumt fólk ólýðræðislegt, aldrei þó pólitíska samherja.

Að sjálfsögðu er lýðræðið leir sem má móta að vildi. Nú er mörgum prófkjörum lokið og sýnist sitt hverjum um niðurstöðurnar. Verst þykir þegar útkoman er með „kynjahalla“. Þá mun vera átt við að fyrir einn karl skuli ekki vera ein kona. Það er ótækt og þá þarf að móta lýðræðið samkvæmt gefnum forsendum.

Uppáhaldsútkoma í prófkjöri er þessiu: Karl, kona, karl, kona osfrv. Eða Kona, karl, kona, karl ... Slík niðurstaða kemur seint út úr persónukjöri og er þess vegna svo agalega ólýðræðislegt. Vandinn er sá að margir kjósa út frá öðrum forsendum en kyni, til dæmis fegurð, klæðnaði, limaburði, lunderni, hárprýði, stærð, augnlit, eyrnastærð og öðrum mikilvægum forsendum.

Svo eru þeir bjánar til sem kjósa eftir því hvað frambjóðendur hafa fram að færa og hversu vel þeir færa rök fyrir máli sínu. Þetta er ólýðræðisleg nálgun.

Þar sem það er fyrirfram gefið að kyn frambjóðanda skiptir meiru máli en til dæmis fegurð, eyrnastærð eða málefni, þarf að lagfæra lýðræðið. Þá er frambjóðandi færður um sæti sé hann sama kyns og sá fyrir ofan hann.

Nýjasta nýtt í tilrauninni um lýðræðið er sem hér segir: Fólk af sama kyni má vera í tveimur samhliða sætum svo fremi sem að fólk af öðrum kyni sé í næstu tveimur sætum og svo koll af kolli.

Hugmyndum manna um breytingar á röðun lýðræðislega kjörins fólks er engin takmörk sett. og það er svo óskaplega gaman því lýðræðið er bara leir og sumt er svo ákaflega lýðræðislegri leir en annað. Sjáum bara hverjir möguleikarnir eru í framtíðinni til að lagfæra lýðræðið.

Nei, nei, þetta er allt lýðræðislegt og langt frá því að tengjast fasisma eða kommónisma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband