Íhald leitar stuðnings
23.11.2012 | 17:48
Á morgun en komið að því. Þá er kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég sækist eftir stuðning í 6. sætið en er öllum óbundinn nema stefnu minni og skoðunum sem ég hef lengi viðrað hér á þessari bloggsíðu og einnig á vefsíðu minni, www.sigsig.is. Eftir því sem ég hef orðið eldri hef ég orðið íhaldasamari og þá á ég við í jákvæðri merkingu þess orðs.
Kosningaréttur
Allir mega kjósa séu þeir búsettir í Reykjavík, eru félagar í Sjálfstæðisflokknum eða undirrita inntökubeiðni inn í flokkinn. Hið síðarnefnda má gera mínútu áður en kosið er.
Grænt íhald
Ég er ekki nýkominn í stjórnmál. Hef lengi starfað innan Sjálfstæðisflokksins og barist þar fyrir skoðunum mínum og stefnu.
Ég er grænn, vil vernda landið. Ég hef notið þess að ferðast um það eiginlega mestan hluta æfi minnar. Ég hef tekið ástfóstri við það og vil vernda það og verja. Það þýðir ekki að ég sé á móti virkjunum eða öðrum mannvirkjum. Alls ekki. Hins vegar vil ég fara varlega. Ég sætti mig ekki við landspjöll og vil ekki að við breytum landinu bara vegna þess að við getum það. Hellisheiðarvirkjun er víti til varnaðar. Það sem þar gerðist vil ég kalla hryðjuverk, sætti mig ekki við slíkt.
Blátt íhald
Svo er það allt annað mál að við þurfum að byggja upp atvinnulífið. Það á í miklum vanda vegna hrunsins. Án atvinnulífsins verður engin framþróun. Verðmætasköpunin kemur ekki af opinberum störfum, hún byggist á m.a. útflutningi, öflugum útflutningi. Við þurfum að endurskipuleggja skattkerfið sem alla er lifandi að drepa og gerir það að verkum að frumkvæði fólks og fyrirtækja verður ekki neitt. Okkur vantar hvatningu til að halda áfram, byggja upp.
Rautt íhald
Vandi samfélagsins er mikill eftir nær fjögurra ára vinstri stjórn. Ég er ekki sáttur við ástandið í þjóðfélaginu, mér eins og mörgum er eiginlega ofboðið. Dæmi:
- Atvinnuleysi er 10%, þúsundir komast ekki á atvinnuleysisskrá og fólk flýr land.
- Skuldastaða heimilanna: Eignarhluti fólks í íbúðum tapaðist, en skuldirnar björguðust einhverra hluta vegna (!) og þær eru rukkaðar af fullu afli.
- Fátækt: Kannanir benda til þess að um 16 þúsund manns eigi stundum eða oft ekki fyrir nægum mat.
- Verðtrygging lána: Við verðum að vinna að afnámi verðtryggingarinnar
Ég vil að við höfnum átakastjórnmálum og vinnum að því að sameina þjóðina, snúa ofan af letjandi ofurskattkerfi, berjast fyrir hagsmunum almennings og byggja upp atvinnulífið öllum til hagsbóta.
Kjósa íhaldsmann
Ég hvet þá sem meta skoðanir mínar einhvers til að kjósa í prófkjörinu. Það er svo auðvelt, jafnvel þó viðkomandi sé ekki flokksbundinn.
Ekki geta allir sem fá þetta lesa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem vilja styðja mig geta aðstoðað, t.d. mæla með mér við þá sem geta kosið, hvatt fólk í Reykjavík til að kjósa. Ég væri þakklátur fyrir alla aðstoð.
Eitt held ég að sé víst. Framundan geta orðið miklar breytingar í íslenskum stjórnmálum. Mig langar til að taka þátt og óska eftir stuðningi til þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég mundi fúslega gefa þér atkvæði mitt en ég er í Suðurkjördæmi,og það er ekki gott úrvalið þar hjá okkur Sjálfstæðismönnum.
Vilhjálmur Stefánsson, 23.11.2012 kl. 20:25
Bestu þakkir, ef til vill þekkirðu einhverja góða Sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þú getur gefið góð ráð fyrir prófkjörið á morgun.
Mér finnst þið í Suðurkjördæmi vera með stórfína menn á þingi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.11.2012 kl. 20:50
Gamall Kanaríeyjafari styður þig heilshugar, en getur því miður ekki kosið þig, þar sem nefndur Kanarieyjafari er ekki í þínu kjördæmi.Með Kanríeyjakveðju,án vandræða.
Sigurgeir Jónsson, 23.11.2012 kl. 22:50
Sæll Sigurgeir. Gott að fá kveðju frá þér. Kannski þú getir haft áhrif á einhverja sem geta kosið.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.11.2012 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.