Þrjú ráð til kjósenda í prófkjöri

DSC_0403 - Version 2Ég kaus í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í morgun um klukkan hálf ellefu. Arkaði inn í Valhöll og merkti við átta frambjóðendur þar á meðal kaus ég sjálfan mig.

Þrjú ráð get ég gefið þeim sem eiga eftir að kjósa:

  • Minnislisti: Best er að skrifa heima niður nöfn þeirra sem maður ætlar að kjósa og fara svo með þann minnislista á kjörstað. Þannig er fljótlegra fylla út atkvæðaseðilinn og fyrir vikið er minni hætta á að gera einhver mistök, gleyma einhverjum eða kjósa óvart einhvern sem ekki var ætlunin að merkja við.
  • Forystusætin: Við þurfum að vanda valið á fólki í tvö efstu sæti listans. Þessi sæti eru forystusæti í norður og suður kjördæmum Reykjavíkur og þar á einfaldlega að velja forystumenn. Ég óska til dæmis eftir sjötta sætinu, ætla mér ekki að leiða listann, aðrir keppa um þann heiður. Og til þess að endanlegur listi sé trúverðugur tel ég brýnt að við veljum vandlega þá sem við treystum til forystuhlutverksins. Blöndum ekki öðrum í þá baráttu.
  • Endurskoða: Í lokin er mikilvægt fyrir kjósandann að fara vel yfir það sem maður hefur skrifað á atkvæðaseðilinn. Telja merkingarnar því hvorki má velja fleiri eða færri en átta frambjóðendur. Enginn má vera með sama númer, munum það.

Ef til vill finnst mörgum óþarft að nefna þetta, en engu að síður er það alltof algengt að atkvæði séu dæmd ógildi vegna fljótfærni á borð við þá sem verið er að vara við hérna.

Mikilvægast er að niðurstaðan verði góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við fáum frambærilegan og traustan lista út úr þessu prófkjöri, fólk sem getur unnið landi sínu gagn.

Myndina hér að ofan er tók ég skammt frá Hattveri en það er innst inni í Jökulgili, ekki langt frá Landmannalaugum. Fjallið fyrir aftan ferðafélaga mína er „Gullfjallið“ sem margir nefna svo, því það glóir í sólskininu eins og það sé úr gulli gert. Heillandi og stórkostlegt umhverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband