Nunna í golfi
22.11.2012 | 14:49
Nunna nokkur gekk til skrifta. Fyrirgefðu mér faðir, því ég notaði alveg hræðilegt orðbragð núna um helgina.
- Haltu áfram, sagði presturinn, frekar áhugalaus.
- Sko, ég var úti á golfvelli og náði þessu svakalega góða drævi á fjórðu braut, sem er par sex, en kúlan lenti í símalínu sem lá yfir völlinn og datt niður eftir aðeins um þrjátíu metra.
- Og þá blótaðirðu náttúrulega, sagði presturinn.
- Nei, sagði nunnan. Því skyndilega kom íkorni hlaupandi og stal kúlunni minni.
- Varð það þá sem þú blótaðir, góða mín?
- Nei, ekki þá, því allt í einu kom örn fljúgandi og læsti klónum í íkornann og þar sem hann flaug í burtu með feng sinn þá missti íkorninn kúluna.
- Þá hefurðu auðvitað blótað, sagði presturinn, orðinn nokkuð áhugasamur.
- Nei, nei, sagði nunnan. Sko, kúlan datt niður á stærðar grjót og endurkastaðist þaðan inn á brautina og á grínið og stoppaði síðan aðeins innan við hálfan metra frá holunni.
Presturinn þagði um stund og fitlaði við krossinn sem hann bar um hálsinn. Svo sagði hann með fullvissu í röddinni: Kona, þú hefur þá klikkað á helvítis púttinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Athugasemdir
Sigurður I B Guðmundsson, 22.11.2012 kl. 17:26
Góður ... nafni!
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.11.2012 kl. 19:56
Gangi þér vel í prófkjörinu Sigurður.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2012 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.