Tíu spurningar fyrir pólfarann

Dugnaður Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurskautslandinu er mikill og kjarkurinn enn meiri. Hún á örugglega eftir að klára sig á þessu. Hins vegar er ekki úr vegi að fá að leggja almennilegar spurningar fyrir hana, eitthvað sem gömlum fjallaköllum og kellingum geta áttað sig á. Fengi ég tækifæri myndi ég spyrja þessara spurninga:
  1. Hversu mikil hefur hækkunin verið á hverjum degi og þá frá upphafi?
  2. Gera má ráð fyrir að hún sé með skinn undir skíðunum. Gerir hún ráð fyrir að ganga allan leiðina með þau undir?
  3. Tíu metrar á sekúndu er dálítið hvasst, er hann á móti eða hvað? Hver er algengasta vindáttin á þessum slóðum?
  4. Er snjórinn sléttur, vindpakkaður eða öldóttur? Gera má ráð fyrir að þarna sé snjórinn þurr. Hvernig er hann, grófur, fínn eða hvað? Hvað þarf vindur að vera mikill til að hann skafi?
  5. Hvað borðar hún í upphafi dags og á meðan á göngu stendur?
  6. Hvað gengur hún lengi á hverjum degi? Miðar hún við að ljúka við meðalgöngulengd dagsins eða ferð það eftir forminu hvað hún gengur langt?
  7. Á hvernig skíðum gengur hún, hvernig gönguskóm og hvers konar stafi notar hún?
  8. Er hún með segl meðferðis, vindgreip, til að nýta sér meðvind?
  9. Hún notar örugglega GPS tæki en er hún með eitthvað til vara ef það bilar? Og hvað með rafhlöður, er hún með lager af þeim eða notar hún sólarorku?
  10. Hvernig er líkamleg heilsa? Hefur hún fengið blöðrur, hælsæri, særindi undan fötum eða eitthvað þess háttar?
Ég tók eftir því að í viðtalinu talaði Vilborg um að koma „heim í tjaldið“ í lok dags. Fannst það reglulega vel að orði komist.

mbl.is Sprungurnar varasamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband