Glórulaus aðildarumsókn að ESB
19.11.2012 | 14:40
Það er ekki bara svo að þingkonan úr breska Verkamannaflokknum sé gáttuð á umsókn Íslands um aðild að ESB í raun hlýtur öll Evrópa að vera gáttuð yfir glóruleysi Alþingis.
Í upphafi var logið að þjóðinni, henni sagt að með samþykkt Alþingis væri farið í samningaviðræður við ESB. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Ekki er um samningaviðræður að ræða eins og gerðist þegar Norðmenn sóttu um aðild á tíunda áratug síðustu aldar, heldur aðlögunarviðræður. Eftir umsókn er stjórnsýsla, lög og reglur að öllu leyti aðlöguð því sem gerist hjá ESB. Þessi vinna stendur nú yfir. Um leið og kommissararnir í ESB fá fullvissu um að breytingar séu yfirstaðnar eða þær séu vel á veg komnar er óhætt að hleypa Íslandi inn.
Samfylkingin stóð að umsókninni og geldur þess nú í skoðanakönnunum og líklega í næstu þingkosningum. Ekkert hefur breyst þar á bæ varðandi umsóknina en þó sjá þingmenn sitt óvænna og líklega missir um helmingur þingmanna flokksins vinnuna sína eftir næstu kosningar.
Vinstri grænir eru orðnir ESB flokkur. Enginn þeirra sem gefið hefur kost á sér í flokksvali vegna þingkosninganna næsta vor þorir að segjast vera á móti aðilda að ESB. Allir bugta sig og beygja fyrir flokksforystunni og senda um leið grasrótinni fingurinn. Miklar líkur eru á að flokkurinn klofni fyrir næstu kosningar.
Nærtækast er að vitna í Hjörleif Guttormsson sem veltir fyrir sér hvort stofnun VG hafi mistekist. Hann segir í grein á Smugunni:
Flokksforystan taldi sér trú um að með þátttöku í ríkisstjórn væri hún komin í skipsrúm til langs tíma. Hún hætti að rækta garðinn og trúnað við umbjóðendur sína, fólkið sem borið hafði hana til valda. Nú þegar andstaðan við aðild að ESB er orðin slíkt aukaatriði að frambjóðendur VG nefna hana ekki á nafn þegar þeir gera grein fyrir sér, er fokið í flest skjól. Flokkurinn sem við stofnuðum um aldamótin er því miður að verða ósjálfbært rekald við hliðina á Samfylkingunni.
Óskiljanlegt að íhuga inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem vilja áfram handónýta mynt, arðrán nokkurra fjölskyldna á sjávarútvegsauðlindinni, hærra matvælaverð en í Evrópu, verri lífskjör en í Evrópu og hærri vexti á öllum lánum vilja að sjálfsögðu slíta viðræðunum en við hin sem viljum að þessi þjóð hafi það betra viljum klára viðræðurnar og í það minnsta sjá hvað er í boði og leyfa svo þjóðinni að kjósa sjálf hvora leiðina hún vill fara. Er það til of mikils mælst ?
Óskar, 19.11.2012 kl. 15:32
Það er ekkert annað í boði en aðild að ESB. Enginn samningur, enginn pakki, engar viðræður.
Og Óskar, það er bara ein leið og hún byggist á aðlögun.
Þegar aðlögun er lokið þá er búið að gera allt sem gera þarf. Þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla og aðeins tvennt er í boði, Já eða Nei.
Þetta áttu að vita
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2012 kl. 15:45
Sorglegt að sjá þessa ESB sinna berja hausnum við steinin endalaust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 15:58
Sigurður. ríkisstjórninni var falið með þingsáliktunni að hún átti að fara að lögum við framkvæmd á stjórnareringið sem umsóknin var. Það varð að vera stjórnarráðsfundur og undirskriftir Forseta íslands og ráðherra þ.e. ef þessi umsókn stóðst lög og stjórarskrá. Hún gerði það aldrei þessvegna var þessi leið farin þ.e. engin stjórnarráðsfundur um málið. Þetta er mesti glæpur sem framin hefir verið á Íslandi.
Valdimar Samúelsson, 19.11.2012 kl. 16:29
Ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétt, Valdimar. Með þingsályktun er ekki farið eins og lög. Hún endurspeglar aðeins vilja meirihluta Alþingis og það er nóg. Aðildarumsókn að ESB er hins vegar gríðarlega alvarlegur hlutur og glæpurinn er sá að ekki var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu áður um málið. Þá hefðum við sloppið við ótrúleg vandamál og kostnað vegna aðlögunarviðræðnanna vegna þess að þjóðin hefði sagt Nei.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2012 kl. 16:35
ESB sinnar "Berja hausnum svo rækilega við steininn" að hausinn á þeim er örugglega kominn á kaf inn í steininn. Það var nú það sem hún Vigdís Hauks átti við þegar hún greip til samlíkingarinnar að spyrja hvort þeir sem aðhylltust ESB vildu ekki bara stinga hausnum á sér á kaf í steininn, en Samfylkingarvinstrigræna skorti alla abstrakt hugsun og frumleika til að skilja samlíkinguna.
Sólbjörg, 19.11.2012 kl. 16:36
þú byrjar nýjan feril ekki vel að mínu mati með svona bulli. ja - sumir hérna eru reyndar ginkeyptir fyrir þessu
- í raun hlýtur öll Evrópa að vera gáttuð yfir glóruleysi Alþingis.
- Eftir umsókn er stjórnsýsla, lög og reglur að öllu leyti aðlöguð því sem gerist hjá ESB
Rafn Guðmundsson, 19.11.2012 kl. 20:17
Óskar og Rafn, hafið þið verið læstir inni sl. 3 + 1/2 ár eða svo? Prófið bara að lesa sáttmála Brussel við sambandsríkin og líka eftirfarandi skýringar frá Brussel, bls. 9: understanding_enlargement Lykilorðin eru NOT NEGOTIABLE (óumsemjanlegt).
Það voru aldrei neinar samningaviðræður í gangi og Össur og co. vissu það allan tímann, en lugu að alþingi og þjóðinni. Þau eiga að sjálfsögðu ekki að komast upp með það.
Elle_, 19.11.2012 kl. 21:31
Já Sólbjörg, ef til vill er Vigdís dýpri en margur hyggur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 22:22
Góður pislill hjá þér Sigurður ég deili honum yfir á fésið ...................
Benedikta E, 20.11.2012 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.