Fjallið sem gægist upp fyrir Lág-Esju

Esjan og Ég góni oft á Esjuna enda er hún með afbrigðum fallegt fjall. Og nú er skammdegissólin að setjast þennan laugardag og athygli mín beinist að 

Esja2

Lág-Esju og fjallinu handan við hana. Það sést vel á meðfylgjandi mynd en til vonar og vara hef ég dregið hring utan um það, þar sem það gægist upp Lág-Esju. Best er að tvísmella á myndina og til að fá hana stærri.

Þetta er fjall sem ber held ég tvö nöfn, annars vegar Selfjall og hins vegar Tindastaðafjall. Milli þess og Lág-Esju er Blikdalur, stór og fallegur dalur sem klýfur vestanverða Esju.

Á kortin hef ég dregið línu þaðan sem myndin er tekin í Reykjavík og yfir Lág-Esju og á fjallið. Vonandi átta lesendur sig á staðháttum.  

Þarna er stórskemmtileg gönguleið sem ég hef merkt með bláu. Upphaf hennar er til dæmis frá gamla þjóðveginum við mynni Blikdals og annað hvort upp Lág-Esju eða upp fjallið norðanmegin dalsins. Sú leið er líklega skárri, þá er öll hæðin tekin í einum áfanga í stað þess að arka upp Lág-Esju sem er löng ganga upp í móti.

DSC_0149 Dýjadalshnúkur til Akrafjalls, tvípan

Blikdal þekkja ekki margir og fáir fara þessa leið. Hún er samt einstaklega falleg. Minnir að gangan fyrir dalinn taki í allt svona fimm til sjö tíma. 

Tindarnir við sem fjallið er kennt við eru tilkomumiklir í fjarska og þegar upp á þá kemur eru þeir frábær náttúrusmíði.

Myndin hér vinstra megin er tekin við Dýjadalshnúk og er horft niður eitt skarðið á milli tindanna. Í fjarska er Hvalfjörður og Akrafjall sem kann að virðast frekar lítið og ómerkilegt frá þessu sjónarhorni.

Verð að fá að birta hér samseta mynd sem ég setti saman úr mörgum smærri. Hún er af fjallabálknum fyrir norðan Hvalfjörð. Hef ekki komið því við að setja örnefni inn á hana. Þarna er Blákollur og Hafnarfjall í vestri, síðan Skarðsheiði og Heiðarhorn. Endurtek að nauðsynlegt er að tvísmella á myndina og fá hana stærri og betri til skoðunar.Skarðsheiði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband