Gegn átakastjórnmálum - sameinum þjóðina í uppbyggingarstarfinu

fólkTilfinningar eru vanmetin rök. Nú reka eflaust margir upp stór augu og hugsa með sér að þannig sé ekki hægt að meta tilfinningar. Gott og vel, en hvernig getum við þá skilgreint tilfinningu einstaklingsins til maka, barna, ættingja eða vina? Er þá bara rökleysa að tala til dæmis um ást?

Nei, tilfinningar eru fullgild rök í samfélaginu. Við skilgreinum okkur og tökum afstöðu með hliðsjón af þeim.

Ég hef lengi ferðast um landið og haft af því ómælda ánægju og gleði. Við sem njótum útiveru og ferðalaga lítum á landið með djúpri tilfinningu. Við tökum ástfóstri við það, viljum vernda það og verja. Vegna þessa tökum við stundum afstöðu gegn framkvæmdum sem við teljum að séu ekki réttlætanlegar. Það er gott að vera náttúruverndarsinni í Sjálfstæðisflokknum, ekki síst út frá tilfinningalegum sjónarmiðum.

Tilfinningaleg rök fá okkur líka til að staldra við, líta með gagnrýnum augum á samfélagið.  Þess vegna sættum við okkur ekki við afleiðingar kreppunnar, hvorki á eigin skinni né annarra. Við viljum berjast gegn atvinnuleysinu, óréttinum vegna skuldastöðu heimilanna, ólöglegu gengistryggingunni, vondu verðtryggingunni og fátæktinni.
Vegna sömu tilfinninga hafna ég átakastjórnmálum síðustu ára, vil að við reynum frekar að sameina þjóðina í uppbyggingarstarfinu, verkefnum sem vinstri stjórnin hefur vanrækt.

Undanfarin ár hef ég ritað daglega pistla á bloggsíðu mína, sigsig.blog.is. Ég hef tekið þátt í óvæginni samfélagsumræðu, leyft mér að berja á ríkisstjórninni, varið Sjálfstæðisflokkinn þegar þess hefur verið þörf og vakið athygli á góðu starfi og hugmyndum.


Í hverjum mánuði les fjöldi fólks pistla mína sem bendir til að því finnist sjónarmið mín og áherslur vera áhugaverð.
Héraðsflói
Ég óska eftir stuðningi í 6. sætið og hvet um leið sjálfstæðismenn til að fjölmenna á kjörstað og leyfa sér breytingar, hleypa nýju og öflugu fólki á þing.
 
Ofangreint er úr tölvupósti sem skrifstofa Sjálfstæðisflokksin sendi út í dag frá mér til flokksbundinna Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband