Út á götu međ hlunkinn í höndunum
11.11.2012 | 14:01
Einu sinni gaf ég út tímarit um ferđamál. Ţađ hét Áfangar. Reksturinn gekk svona upp og niđur, mest ţó niđur. Ţó voru áskrifendur á ritinu margir, rétt tćplega sex ţúsund, minnir mig. Ţetta var á árunum 1980 til 1984. Ritiđ kom út fjórum sinnum á ári.
Ţessi ár voru dýrmćt reynsla fyrir ungan mann. Ég lćrđi margt. Međal annars ađ ţađ er stór munur á ţví ađ ritstýra og stjórna rekstri, tveir ólíkir heimar. Gerđi ţó hvort tveggja, hiđ fyrra ţokkalega en hiđ síđara miđur.
Á ţessum árum var afar flókiđ ađ standa í útgáfu. Ţađ var dýrt og tímafrekt. Mađur samdi grein á ritvél, fór međ hana í setningu, fékk ţar spalta međ textanum, hannađi útlit, sinnti umbroti, en ţá voru spaltarnir límdir upp á stóra örk. Myndir voru yfirleitt svart-hvítar. Gera ţurfti af ţeim filmu, en litgreina ţurfti litmyndirnar. Svo ţurfti ađ selja auglýsingar, safna ţeim saman eđa búa til. Ţetta ţýddi sendiferđir út um allan bć og loks ađ fara međ allt í prentsmiđju. Í dag sinnir mađur öllum verkefnum í ţokkalegri Makka tölvu.
Kristinn Jónsson í Formprent prentađi fyrsta tölublađiđ. Hann er og var frábćr karakter, hvetjandi og hjálpsamur. Hann átti bara eins lita prentvél og ţví ţurfti ađ rúlla litörkunum fjórum sinnum í gegnum vélina, einu sinni fyrir hvern lit. Tímafrekur andskoti, tók líklega viku ađ prenta.
Svo kom ađ skuldasdögum. Mađur ţurfti ađ greiđa fyrir prentun, litgreiningu, umbrot, húsleigu, rafmagn, síma og allt ţetta sem tilheyrđi. Ég var ungur mađur međ tvćr hendur tómar, gríđarlegan áhuga á útiveru og ferđalögum og ţörf á ađ breiđa út bođskapinn. Ţrautagangan á milli banka var erfiđ. Víxlar féllu en voru framlengdir. Oft gekk illa gekk ađ innheimta áskriftir, stundum voru auglýsingar ekki greiddar fyrr en eftir dúk og disk. Reikningarnir hlóđust upp og angistin var oft mikil.
Ţađ var mikill harmur ađ ţurfa ađ selja tímaritiđ Áfanga áriđ 1984. Magnús Hreggviđsson sem ţá rak Frjálst framtak keypti blađiđ og gaf út í nokkur skipti. Fjárhagurinn var í rúst hjá mér eftir ţetta ćvintýri og raunar náđi mađur sér aldrei almennilega eftir ţađ. Bankarnir, muniđ, ţessi ríkisreknu, gleymdu aldrei neinu hvađ mig varđađi, settu mig á svarta listann, og í hvert skipti sem ég ćtlađi ađ kaupa íbúđ eđa bíl komu ţeir hlaupandi međ svipuna á lofti og brugđna byssustingi og heimtuđu sitt.
Um daginn var ég ađ fletta gömlu skjölum og fann ţá úrklippu úr Morgunblađinu frá ţví sjötta september 1984. Ég hafđi klippt hana út og geymt ţví ţarna var frétt um mig og mynd af mér og Kjartani Lárussyni, ţeim ágćta formanni Ferđamálaráđs og hann var ađ afhenda mér fjölmiđlabikar ráđsins. Gríđarlegur hlunkur, rétt eins og ég hefđi orđiđ bikarmeistari í fótbolt.
Ég man ađ ţennan dag ég fór í jakkafötin mín, ţau einu sem ég átti, gekk upp á Laugaveg 3 ţar sem Ferđamálaráđ var til húsa. Ţar stóđ yfir fundur ráđsins. Ég beiđ órólegur og kvíđinn fyrir utan fundarherbergiđ. Hlustađi á Hallgrímskirkjuklukkur glymja, umferđina á Laugaveginum og horfđi á fallegar Íslandsmyndir á veggjunum. Svo var mér loks hleypt inn á fundinn. Ţar inni var önnum kafđi fólk sem hafđi ţá skođun ađ einhvern tímann myndi ferđaţjónustan skipta máli fyrir Ísland. Kjartan afhenti mér bikarinn međ einhverjum vel völdum orđum, mynd var tekin og svo opnuđust dyrnar og áđur en ég vissi af var ég kominn út á götu međ hlunkinn í höndunum.
Á undan mér hafđi Haraldur J. Hamar, útgefandi Iceland Review fengiđ bikarinn og síđan Sćmundur Guđvinson, blađamađur. Á eftir mér fékk Magnús Magnússon hann og ţá Ríkisútvarpiđ vegna Stikluţátta Ómars Ragnarssonar og síđan margir ađrir, einn á hverju ári, held ég.
Ég er ekki ađ kvarta, en ég held ađ í hvert sinn sem fjölmiđlabikarinn var afhentur hafi veriđ haldiđ eitthvađ kaffibođ međ kökum og konfekti. Ţađ gerđist ţó ekki í mínu tilfelli, heldur fékk ég mér sérbakađ í Björnsbakaríi viđ Hallćrisplaniđ og ég og sambýliskonan snćddum ţau međ viđhöfn og pínulitlu stolti. Fór síđan úr jakkafötunum, tók af mér bindiđ og hélt áfram ađ pćla í ţví hvernig framtíđin ćtti ađ vera. Stuttu síđar fór ég til Norges í nám í markađsfrćđi, en ţađ er allt önnur saga.
Ţegar mađur lítur yfir farinn veg finnst manni ađ ferđaţjónustan hafi vaxiđ ótrúlega hratt og vel. Mjög algengt var ađ margir litu niđur á ferđaţjónustuna, međ dálitlum hroka. Stjórnmálamenn sáu bara sjávarútveg og landbúnađ. Iđnađur var eitthvađ sem menn fengust viđ í bílskúrum, verslun og ţjónusta var minniháttar atvinnuvegur. Og ferđaţjónstan var bara eitthvađ fyrir tyllidaga, ekkert í alvörunni.
Í dag vildu allir Lilju kveđiđ hafa ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fróđlegur pistill, Sigurđur. Hef oft séđ á ţínum skrifum ađ ferđamál og útivera eru ţér hugleikin. Bannerinn ţinn af Mćlifellinu og Veđurhálsi segir sína sögu.
Ţórir Kjartansson, 11.11.2012 kl. 16:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.