Druslur og lufsur norrænu velferðarríkisstjórnarinnar

Nú vaða þeir upp á dekk gömlu sósíalistarnir sem aldrei hafa migið í saltan sjó og gera kröfur. Halda því fram að þjóðareign á auðlindum gefi stjórnvöldum leyfi til að ofurskattleggja sjávarútveginn.

Þetta lið heldur því jafnframt fram að skatttekjur af sjávarútvegi sé sömu fjármunir og áður var lagt í laun, fjárfestingu og markaðsstarf. Það er alrangt.

Þjóðareign á auðlindum þýðir í sannleika sagt ekkert annað en að auðlindir þjóðarinnar geti ekki verið eign annarra þjóða eða þær nýttar af öðrum þjóðum. Lagaleg túlkun á þessu ákvæði getur ekki verið önnur

Skattlagning með auðlindagjaldi mun gjörsamlega gera útaf við sjávarútveginn. Enginn hvati verður eftir í að greiða góð laun, standa undir fjárfestingu, markaðsstarfi eða öðrum rekstri. Þegar þessir fjármunir hafa verið teknir af útvegnum stendur sáralítið eftir. Eða hvaða gagn höfum við af veiðunum ef við getum ekki selt afurðirnar?

Og Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og aðrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, eru í raun og veru ekkert annað en druslur og lufsur því þeir ætla að enda kjörtímabilið á því að gera útaf við atvinnulífið í landinu. Ástæðan er einföld. Þeir kunna ekki aðra pólitík en skattlagningu. Þeim hefur ekki á þessum tæpu fjórum árum tekist að hvetja landsmenn til að rísa upp aftur og þeir fáu sem geta það hafa fengið á sig slíka skattar að reksturinn getur aldrei staðið undir sér.

Norræn velferðarstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skilur eftir sig slóða gjaldþrota fyrirtækja, skuldsettra heimila, atvinnuleysi og aðrar þá óáran sem best verður lýst sem náttúruhamförum af mannavöldum. Jafnvel hrunið sjálft kemst ekki í hálfkvisti við svik ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is „Getum ekki verið þær druslur og lufsur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mæltu manna heilastur þarna ,verra gæti það ekki verið,eiginlega betra orð druslur og lufsur,en Kommar!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 6.11.2012 kl. 17:25

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég tek undir hvert orð hjá þér Sigurður.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.11.2012 kl. 20:19

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ekki sýnist mér á þessum pistli, minn ágæti Sigurður, að þú komir til með að bæta umræðuhefðina sem er orðin á Alþingi íslendinga, fari svo að þú verðir kosinn þar inn.

Þórir Kjartansson, 6.11.2012 kl. 21:59

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég vildi gjarnan verða til þess að bæta umræðuhefðina. Hún er ekki góð. Tek gagnrýni þína alvarlega, sérstaklega af því að hún er sögð af góðum hug, Þórir. Hins vegar er manni stundum heitt í hamsi og skrifar sig til enn meiri hita. Þá á maður auðvitað að kæla sig fyrir birtingu. Hins vegar var það Mörður sem notaði sjálfur þessi tvö orð, druslur og lufsur. Það er þó engin afsökun fyrir mig að brúka þau sjálfur. Bestu þakkir fyrir innlitið, Þórir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.11.2012 kl. 22:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú eiginlega sammála Merði þarna, þó ekki sé ég yfirleitt sammála.  En hann er að benda á vilja þjóðarinnar ekki bara í síðustu kosningum heldur er það ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að fiskurinn í sjónum verði þjóðareign og þessu óréttláta kvótakerfi verði umbylt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband